Fimmtudagur, 19. desember 2013
Sundrung til vinstri, samstaða til hægri
Orðaskipti milli Steingríms J. Sigfússonar og Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartar framtíðar, sem Björn Bjarnason gerir að umtalsefni á Evrópuvaktinni, gefa til kynna að stjórnarandstaðan sé sundruð og hafi ekki náð samstöðu um málþóf til að knýja fram breytingar á stjórnarstefnunni.
Vinstri vængur stjórnmálanna skiptist upp í þrjár álíka stórar einingar: Björt framtíð, Samfylking og VG. Hver flokkur reynir að skapa sér stöðu í um það bil sama pólitíska baklandinu. Það er ávísun á pólitíska sundrungu og hjaðningavíg aðila sem í grunninn eru sammála.
Á hægri vængnum er meiri friður og fastari skipan. Sjálfstæðisflokkurinn er óðum að finna sig í hlutverkin hins hófsama hægriflokks. Framsóknarflokkurinn er stríðari pólitískt afl, sem tilbúinn er að leita óhefðbundinna leiða. Á milli þessara flokka virðist þokkalegt jafnvægi.
Ólík staða vinstri- og hægriflokka endurspeglar stöðu stjórnmálanna. Eftir fjögur ár í ríkisstjórn, þar sem hver höndin var uppi á móti annarri, ákvað almenningur í vor að nóg væri komið af vinstrióreiðu og kaus sér meirihluta til hægri.
Þingfundi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.