Miðvikudagur, 18. desember 2013
Landsvirkjun hafnar evru, velur dollar
Evran er tifandi tímasprengja sem gæti fallið um 30 til 40 prósent ef Þýskaland og stæð Norður-Evrópuríki hætta myntsamstarfinu við Suður-Evrópuríkin. Evran gæti líka hækkað hressilega ef Grikkjum og e.t.v. Portúgölum yrði vísað úr samstarfinu.
Landsvirkjun breytir lánum sínum úr evrum í bandaríkjadali til að draga úr gengisáhættu og þeirri sérstöku áhættu sem felst í því gengisláni í þeirri mynt.
Helsta röksemd ESB-sinna á Íslandi er evran sé ákjósanlegur gjaldmiðill fyrir okkar. Raunhagkerfið metur evruna sem mynt í sérstökum áhættuflokki.
Breytt úr evru í Bandaríkjadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar ég sá þessa frétt hugsaði ég strax. Hvaða ómálefnalegu þvælu á öfgamaðurinn Páll Vilhjálms eftir að skrifa.
Þetta mál snýst ekkert um vantraust á evrunni. En Páll grípur hvert tækifæri til að snúa því upp í einhverskonar hatursáráður á ESB.
Afhverju færa þeir þetta ekki bara yfir í íslenskar krónur fyrst hún er svona frábær.
The Critic, 18.12.2013 kl. 12:57
Það er svo sem alls ekki ólíklegt miðað við snillingana í Landsvirkjun að gengi Evru hafi náð sínum hæstu hæðum akkúrat um þessar mundir fyrir hrunið sem er óumflýjanlegt fyrir þennan pólitískasta gjaldmiðil heimsins.
Jón Ásgeir Bjarnason, 18.12.2013 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.