Mánudagur, 16. desember 2013
Kapítalismi, skúrkar og hetjur
Ólafur Laufdal rekur gistiţjónustu sem skilar gjaldeyri inn í landiđ, skapar störf og ríki og sveitarfélögum skatttekjur. Ólafur er ekki viđ eina fjölina felldur í umsvifum og samkvćmt frétt mbl.is eru tvö félög á hans vegum gjaldţrota ţar sem kröfur umfram eignir eru 426 milljónir króna.
Atvinnulífiđ hér á landi byggir á kapítalískum grunni, líkt og á vesturlöndum almennt. Í kapítalisma reyna einstaklingar fyrir sér međ rekstur sem stundum gengur upp en stundum ekki. Einstaklingarnir sjálfir eru sjaldnast í fullri og ótakmarkađri ábyrgđ fyrir rekstrinum heldur eru hlutfélög međ takmarkađri ábyrgđ eigenda oftast rekstrarađili, - sem fer ţá í gjaldţrot ef illa gengur. Fyrsta íslenska hlutafélagiđ var Innréttingarnar, sem Skúli Magnússon stofnađi til ađ nývćđa atvinnulífiđ um miđja 18. öld. Innréttingarnar fóru á hausinn en Skúli er talinn fađir Reykjavíkur engu ađ síđur.
Kapítalisminn er illskásta skipulagiđ á atvinnulífi. Valkostir, s.s. sósíalismi eđa samvinnurekstur, eru ekki trúverđugir í ljósi reynslunnar.
Engu ađ síđur er kapítalisminn bullandi sóun. Í tilfelli Ólafs Laufdals munu kröfuhafar tapa yfir 400 milljónum. Ţegar íslensku bankarnir féllu (allt hlutafélög) voru verđmćti upp á ní- eđa tífalda landsframleiđslu í uppnámi. Og ţađ eru nokkrir peningar.
Í kapítalisma eru ţeir skúrkar sem klúđra málum og ţví meiri skúrar sem klúđriđ er stćrra. Ţeir sem búa til auđ handa sér og sínum eru aftur hetjur. Ljómi garpanna er í réttu hlutfalli viđ auđinn.
Sumir eru hálfgerđ skúrka/hetju-jójó. Björgólfur Guđmundsson ţar áţreifanlegt dćmi. Á níunda áratugnum var Björgólfur í brúnni í Hafskipum sem ógnađi stórveldi Eimskipa. Hafskip varđ gjaldţrota og Björgólfur fékk dóm og var hrakyrtur. Endurreistur Björgólfur keypti Landsbankann, var elskađur í útrás ţar sem listamenn og menningarvitar átu úr lófa hans og stjórnmálaflokkur (Samfylkingin, auđvitađ) fékk á landsfund til ađ gefa tóninn. Eftir hrun er fátt ađ frétta af Björgólfi.
Ólafur Laufdal er enn ađ og síđustu blađsíđurnar óskrifađar. Hann gćti hvort heldur sem er endađ skúrkur eđa hetja í annálum kapítalismans á Íslandi.
Samtals 426 milljóna gjaldţrot | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ţarna fer vanur mađur !
Einn mesti kennitöluflakkari síđustu 30 ára !
Birgir Örn Guđjónsson, 17.12.2013 kl. 00:52
Páll ţađ er rétt hjá ţér ađ margir hafa fengiđ sér mat úr lófa Björgólfs Guđmundssonar. Hinsvegar er ţessi mađur ekki sáttur viđ sína niđurstöđu. Ég sá hann til sýndar. Mér var brugđiđ ađ sjá ţennan glćsilega mann sem var svo glćsilega til fara hér áđur fyrr. Enn nú var sami mađur illa til fara, sem bendir ađ honum líđi ekki vel. Á sama tíma rífa ađrir kjaft yfir sínum málefnum.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 17.12.2013 kl. 04:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.