Þriðjudagur, 10. desember 2013
Hatrið og heiftin á hatrinu
Umræða um hatur á netinu æsir upp hatursorðræðuna. Þeir sem standa fyrir hatrinu fá ókeypis kynningu og þar með hvatningu til að bæta í. Það sér hver maður. En hvers vegna þá að efna til málstefnu um hatrið?
Þeir sem hafa sig helst í frammi í bannfæringu á hatrinu vilja í raun ekki afnema hatursorðræðuna. Án hatursorðræðunnar væru þeir skotfæralausir hinir heiftugu, sem hata vitanlega ekki, en vilja ólmir banna ólystugar skoðanir.
Hatrið rís og hnígur í umræðunni og dæmir sig sjálf úr leik. En á bakvið baráttuna gegn hatrinu leynast úlfar í sauðagæru sem fá eldsneyti úr hatursorðræðunni til að keyra áfram skoðanakúgun.
Líta upp til Breiviks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll,
Gæti ekki verið meira sammála þér. Nú er komin enn ein rétthugsunin - bannað að vera gagnrýnin á Íslam.
Með góðum kveðjum,
Valur Arnarson, 11.12.2013 kl. 00:27
Það er nefnilega einmitt þetta, með að reyna að þagga niður gagnrýni á Íslam. Augljóslega er alltaf eitthvað af slíkri gagnrýni ómálefnaleg, ósanngjörn og gjörn á alhæfingar.
Jafn ljóst er að ákveðinn þjóðfélagshópur á Vesturlöndum hefur reynt eftir öllum mætti að kæfa alla gagnrýni á þessa þróun (Íslamsvæðingu).
Þorgeir Ragnarsson, 11.12.2013 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.