Þriðjudagur, 10. desember 2013
Vigdís og bótablæti vinstrimanna
Bætur og styrkir eru heilagar kýr vinstrimanna. Lífsgildi íslenska vinstrimannsins er leitin að bótum. Ekkert truflar sálarfrið vinstrimannsins meira en afnám styrkja.
Síðasta ríkisstjórn vinstriflokkanna, sem kennd var við Jóhönnu Sigurðardóttur, reyndi að koma allri þjóðinni á ESB-spena með því að segja Ísland til sveitar hjá Evrópusambandinu. Vinstrimönnum var ítrekað sagt að Ísland myndi borga með sér inn í Evrópusambandið en en þeim fannst það því betra; að borga með sér til að fá styrki er vitanlega himnaríki bótablætara.
Í gær tifuðu rafmiðlar í yfirgír og bloggheimar loguðu vegna þess að Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins rak í einu útvarpsviðtali hornin í nokkra bótaflokka vinstrimanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.