Ofurlaun og ofurhagnaður banka - skattleggjum til góðs

Bankar bera stærstan hluta ábyrgðarinnar á launaskriði sem setur atvinnumarkaðinn úr skorðum. Ekki þarf að hafa mörg orð um að bankarnar báru höfuðábyrgð á hruninu. Bankar starfa í vernduðu fákeppnisumhverfi og hirða ofurhagnað.

Bankar eru ill nauðsyn í samfélaginu, í sama skilningi og útfaraþjónusta. Í báðum tilvikum eigum við að gæta okkar á því að láta ekki þessa illu nauðsyn ráða ferðinni í umsvifum sínum.

Skattlagning er aðferð til að halda bankastarfsemi á mottunni.


mbl.is Hagnaður bankanna ekki óeðlilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Í þessari færslu (linkur neðar) síðan í lok ágúst á þessu ári, gerði ég tilraun til að svara þeirri spurningu margra, m.a. fyrrverandi ritstjóra blaðsins, sem kóperar oft pistlana þína undir Staksteinum http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/1310932/

Þar kemur fram að þennan mikla hagnað má að stærstum hluta rekja til, endurmats á eignum, sem áður voru bókfærðar á "deep discount", m.ö.o. bankarnir hafa smátt og smátt verið að færa eignasöfn sín til raunvirðis, eftir því sem heimtur verða vænlegri. Beinn rekstrarhagnaður (vaxtamunur og þóknunartekjur)mun ekki standa undir rekstrinum að öðru óbreyttu. Þess vegna er kannski of seint í rassinn gripið,því kökuboxið er óðum að tæmast.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.12.2013 kl. 00:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Langi mann að leggja orð í belg,þá sækir maður í samlíkinguna. Við fáum ýmsu áorkað með öðrum aðferðum en argaþrasast, eins og t.d.að ráða sjálf ferðinni í samskiptum við þjónustuaðila. Í tilfelli útfararþjónustu, grunar mig að margur ættinginn kosti óþarflega miklu til, það er sem þeim finnist þau sýni ekki einskæra elsku til þess liðna,nema að tjalda öllu til,sem boðið er upp á. Niðurstaðan: Öll eigum við að halda okkur á mottunni.

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2013 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband