ESB hættir mútugreiðslum til Íslands

IPA-stykir voru upphaflega aðlögunarstyrkir til Íslands á meðan ESB-stjórn Jóhönnu Sig. réð hér ríkjum. Eftir rothögg vinstriflokkanna í kosningunum í vor urðu IPA-styrkirnir mútugreiðslur til að halda lífi í deyjandi ESB-umsókn.

Embættismenn í Brussel áttuðu sig ekki strax á því hversu alger ósigur ESB-sinna var og héldu að einhverja fótfestu væri að fá fyrir endurlífgun ESB-ferlisins. Nú hefur það runnið upp fyrir Brussel að Íslendingar eru alls ekki á leið inn í Evrópusambandið.

Og þess vegna eru mútugreiðslurnar stöðvaðar.


mbl.is ESB brýtur gegn samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Íslendingar greiða vel á annan tug milljarða til þróunarsjóðs ESB og eiga þar af leiðandi aðgang að ákveðnum styrjasjóðum. Það er í lagi því þar kemur framlag a móti framlagi; kaup kaups.

En IPA-styrkir eru klárlega aðlögunarstyrkir og eiga því ekkert erindi til landsins. Hugmynd Samfylkingarinnar var alltaf að gera okkur háð styrkjafé sem er í takt við kenninguna að allir skulu þiggja einhvers konar bætur. Það er komið nóg af þessum bóta hugsunarhætti.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2013 kl. 10:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Takið eftir Gewalt-hugsunarhættinum í ESB gagnvart smáríkjum. Hann ætti að sýna fólki hvernig framtíðin undir ESB hefði orðið, ef stefna fyrri ríkisstjórnar hefði náð fram að ganga.

Fyrst er gerður samningur sem segir ljóslega að stöðvun úthlutana eigi ekki við verkefni fyrir árið 2011 utan eitt. Nú eru svo stöðvaðar greiðslur til allra verkefna fyrir árið 2011 án nokkurra skýringa. ESB er ekki traustvekjandi heild.

Slík samningsbrot og geðþóttastjórnum er reyndar daglegt brauð í ESB, þar sem allar hendur virðast upp á móti hverri annarri. Reyndar er ekki ólíklegt að þetta sem embættismannavilla.

ESB er búið að leika Evrópu svo grátt að það ætti ekki að græta Íslendinga að missa af þessu mútufé.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2013 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband