Þriðjudagur, 3. desember 2013
Skoðanaleysi eykur fylgi Bjartrar framtíðar
Björt framtíð keppist við að hafa enga skoðun sem hönd á festir og sú pólitík skilar sér í auknu fylgi í könnunum. Að upplagi er Björt framtíð vinstriflokkur, stofnaður undir handarjaðri Össurar Skarphéðinssonar og mannaður samfylkingarfólki.
Sú uppstilling vinstriflokkanna, að bjóða fram undir þrem vörumerkjum, gæti skilað þeim einhverjum árangri með því að einn vinstriflokkur hirðir upp óánægjufylgi annars. Á hinn bóginn sýnir fylgið við skoðanalausa Bjarta framtíð að leiðin til vinsælda sé að gefa ekki upp afstöðu sína til meginmála.
Skoðanaleysi Bjartrar framtíðar skilar árangri í fylgismælingu milli kosninga en verður giska snúin í kosningabaráttu þegar stjórnmálaflokkar eru rukkaðir um afstöðu.
Björt framtíð bætir við fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.