Peningar, bólur og seðlabankar

Eignabólur stækka víða um heim vegna núllvaxtastefnu seðlabanka austan hafs og vestan, segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini. Ódýrir peningar hækka fasteignaverð og aðeins er spurning um tíma hvenær blaðran springur.

Seðlabankar, einkum þeir engilsaxnesku, tefla djarft með því að lofa núllvöxtum langt inn í framtíðina, sem hvorki þeir né aðrir eru færir um að sjá fyrir, segir Thomas Mayers virtur þýskur hagfræðingur í Frankfurter Allgemeine Zeitung. 

Teikn eru á lofti að hagtilraunin, sem staðið hefur frá kreppunni sem hófst með falli Lehman-banka 2008, muni enda illa. Tilraunin gengur út á það að flæða fjármálakerfið með ódýrum peningum í þeirri von að raunhagkerfið taki við sér og skili fleiri störfum og hagvexti.  Þrátt fyrir ódýru peningana er atvinnuleysið þrálátt og hagvöxtur lítill.

Það stefnir í að eignabólur springi og trúverðugleiki seðlabanka falli á um það bil sama tíma. Vopnin til að verjast kreppunni í kjölfarið, þ.e. ódýrir peningar, eru slævð eftir margra ára (mis)notkun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband