Ríkisstjórnin skorar stórt

Skuldaleiðréttingin er almenn aðgerð, fjármögnuð með skatti á fjármálafyrirtæki og séreignarsparnaði. Aðgerðin er útfærð þannig að hún skapar ekki hættu á efnahagslegri kollsteypu.

Skuldaleiðréttingin er jákvætt innspil í kjaraviðræður og eru hvetjandi fyrir hagvöxt.

Á fótboltamáli: ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er með þennan leik í hendi sér.

 


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Skuldaleiksýningin var tilkomumikil, enda full þörf að tjalda öllu til þegar fela á vanefndir á kosningaloforðunum miklu.

Lofað var leiðréttingu verðtryggðra lána upp á 300 milljarða. Raunin er 80 milljarðar

Lofað var að leiðréttingin yrði á kostnað erlendra kröfuhafa og ríkinu að kostnaðarlausu. Nú er hún öll á kostnað ríkisins, sem situr uppi með höfuðverkinn af því að afla tekna til að standa undir öllu saman.

Engin lausn á forsendubresti námsmanna. Engin lausn fyrir fólk með lánsveð. Engin lausn fyrir leigjendur sem borgað hafa verðtryggða leigu árum saman - en þeim er allranáðarsamlegast boðið upp á að spara fyrir íbúð.

Stærstur hluti lausnarinnar er svo að við fáum að greiða sjálf niður okkar eigin skuldir.

Bjarni Benediktsson kallaði þetta fugl í skógi í kosningabaráttunni í vor. Ég var sammála honum þá og er það enn, þótt hann sé farinn með Sigmundi í þessa skógarferð.

Helgi Rúnar Jónsson, 30.11.2013 kl. 20:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á fótboltamáli:

Stöngin-út er ekki það sama og að hafa neitt í hendi sér.

Skot í átt að marki telur ekki neitt þegar það geigar.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 20:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Láttu ekki svona Guðmundur,þetta var stöngin inn. Stanslaus pressusókn þýðir bara að stjórnarflokkarnir hafa leikinn í hendi sér,þannig hygg ég að greiningadeild efnhagsnefndar Alþingis myndi dæma hann.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2013 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband