Föstudagur, 29. nóvember 2013
Tómarúmið í pólitíkinni
Engum starfandi stjórnmálaflokkum tekst að fóta sig almennilega eftir hrun. Sjálfstæðisflokkurinn er hlutfallslega sterkastur en 27 prósent fylgi er sögulega lágt. Þar næst koma á pari Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn með 15 prósent hvor flokkur.
,,Gömlu" vinstriflokkarnir, VG og Samfylking, eru enn í skammarkrók kjósenda og ná engri málefnalegri fótfestu.
Enginn flokkur er með fingurinn á þjóðarpúlsinum. Stjórnmálaflokkum er nokkur vorkunn; það er fjarska erfitt að ráða í undirstrauma þjóðfélagsumræðunnar. Það er varla að bloggarar ráði við það.
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá gengur bara að slappa af og hafa það eins og Megas;”Spáðu í mig .......
Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2013 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.