Sunnudagur, 24. nóvember 2013
Vídeóiđ sem Árni Páll misskildi
Formađur Samfylkingar ţótti af flokksbrćđrum sínum og hliđhollum álitsgjöfum hafa hitt naglann á höfuđiđ međ greiningu um ađ Ísland nálgađist japanskt efnahagsástand. Ađrir, sem ekki eru í ađdáendahópi Árna Páls og Samfylkingar, voru efnis um ađ efnahagsgreining formannsins ćtti heima annars stađar en í fantasíulandi samfóista.
Síđustu vikur er í heimi hagfrćđinnar farinn ađ ganga rúntinn ný frásögn um stöđu efnahagsmála heimsins. Í stuttu máli er nýfrásögn hagfrćđinnar ađ vestrćn efnahagskerfi standa frammi fyrir núllvexti um langa framtíđ. Núllvöxturinn er japanska ástandiđ. Ţýskir hagspekingar taka undir nýfrásögnina og stórkanónur eins og Krugman telja töluvert til í henni.
Larry Summers, fyrrum fjármálaráđherra Bandaríkjanna, er ađalhöfundur nýfrásagnarinnar um japanska ástandiđ.
Um ţađ leyti sem Árni Páll leitađi ađ punktum í rćđuna sína um japanska ástandiđ á Íslandi var dreift á netinu stuttri rćđu Summers ţar sem hann útskýrđi greininguna sína. Trúr ţunnildahugsun Samfylkingar reyndi Árni Páll ekki ađ skilja Larry Summers heldur las hann bara fyrirsögnina:
Árni Páll las fyrirsögnina ţannig ađ Summers vćri ađ tala um japanskt ástand á Íslandi. En Summers var einkum ađ tala um bandarískt hagkerfi.
Árni Páll og Samfylking stađfesta enn og aftur ađ ekki er nokkur leiđ ađ taka pólitíska greiningu flokks og formanns alvarlega.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.