Fimmtudagur, 21. nóvember 2013
Verðbólgan eykst með skuldaleiðréttingu
Ef ríkisstjórnin ætlar að dæla út 100 til 250 milljörðum til óreiðufólks með skuldaleiðréttingu er hætt við að verðbólgan aukist. Óreiðufólk, eins og allir vita, eyðir alltaf meira en það aflar, það er jú skilgreiningin á óreiðufólki.
Óreiðufólkið mun þess vegna keyra upp verðbólguna, fái það ókeypis peninga frá ríkisvaldinu, enda eltir verðlagið aukið framboð af peningum.
Ríkisstjórnin er komin í mótsögn við sjálfa sig þegar hún hvetur til hóflegra launahækkana í einu orðinu en mokar samtímis út peningum til óreiðufólks.
Athugasemdir
Þetta er hörmulegur misskilningur hjá þér Páll (og þá þarftu að kynna þér hugmyndir Framsóknarflokksins um skuldaleiðréttingu vegna forsendubrests á verðtryggðum lánum kringum hrunið betur og út á hvað þær ganga),
eða vísvitandi útúrsnúningur og rangtúlkanir (sem er öllu verra og ég trúi því varla upp á þig).
Kristinn Snævar Jónsson, 21.11.2013 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.