Mánudagur, 18. nóvember 2013
Samtök atvinnulífins vilja ríkisforsjá
Samtök atvinnulífsins voru klappstýra útrásarinnar. Hvorki heyrðist hósti né stuna þegar íslensku bankarnir voru rændir að innan af eigendum sínum - enda sömu menn í valdastöðu í Samtökum atvinnulífsins.
Eftir hrun reyna Samtökin að lappa upp á ímyndina. Þá er snjallt að klæðast samfélagslegri ábyrgð. En það er eins og undirmeðvitundin spili ekki með yfirsjálfi Samtaka atvinnulífsins. Eftirfarandi auglýsing er á heimasíðu samtakanna fyrir fund á morgun
Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins?
Samtök atvinnulífsins biðja ríkið um að annast samfélagsábyrgð fyrirtækja. Líklega vegna þess að fyrirtækin eru ófær um það sjálf. Er ekki næsta skref að ríkið sjái um rekstur fyrirtækja?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.