Sunnudagur, 17. nóvember 2013
Skipbrotið staðfest - fáum Látrabjargið í framboð
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er strand, það er staðfest með könnun sem sýnir flokkinn með 28,7 prósent fylgi en Bjarta framtíð með 33,9 prósent. Prófkjör flokksins um helgina veitt enga viðspyrnu. Þátttakan var fyrir neðan allar hellur. Ísfirskur ESB-sinni skipar oddvitasætið.
Neðri mörk fylgis Sjálfstæðisflokksins er um 25 prósent, það sýna síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í neinum færum að afla meira en lágmarksfylgis. Borgaralegu öflin verða þess vegna að virkja fleiri framboð til mótvægis við flóruna á vinstri vængnum.
Framsóknarflokkurinn er nauðsynlegt afl í borgarstjórnarkosningunum í vor. Um manninn sem ætti að leiða listann var ort
Veislum stýrir vel með glans,
verður ætíð gaman,
þó líkist svipur löngum hans,
Látrabjargi í framan.
Einu sinni var það kletturinn í hafinu sem bjargaði borgaralegri pólitík. Núna dugir ekkert minna en sjálft Látrabjarg. Maðurinn með Látrabjargið í andlitinu er vitanlega Guðni Ágústsson.
Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einlægur flugsamgangnamaður var kosiinn í fyrsta sætið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.11.2013 kl. 18:06
Ef þú ert að meina að Guðni Ágústsson fari í fyrsta sæti hjá Framsókn í Reykjavík, - þá er það auðvitað brillíjant hugmynd
Kristinn Pétursson, 17.11.2013 kl. 18:10
Flokkurinn „er strand" en greinarhöfundur vill bjarg til að bjarga málunum. Er það ekki svolítið hættulegt?
Wilhelm Emilsson, 18.11.2013 kl. 02:31
Er það ekki grátlega fyndið og lýsir botnlausri örvæntingu að draga á flot aldrað tréskip sem hefur staðið í nausti árum saman og er orðið gisið og úr sér gengið.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2013 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.