Egill smíðar ESB-stjórn, bítur RÚV á agnið?

Ráðning Ásmundar Einars Daðasonar sem aðstoðarmanns forsætisráðherra er átylla Egils Helgasonar að fabúlera um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartar framtíðar.

Samkvæmt Agli yrði það ESB-stjórn.

Nú vantar bara nokkrar raðfréttir frá RÚV um að ,,rætt sé um" nýja ríkisstjórn um ESB-umsóknina til að fjöðrin verði að hænsnakofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

örugglega verið að ræða nýja stjórn núna þegar - á erfitt með að sjá þessa stjórn sitja þarna mikið lengur

Rafn Guðmundsson, 13.11.2013 kl. 16:58

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það á nú ekkert að vera neitt leyndarmál að altalað er hjá þeim sem vel þekkja til að rætt er um myndun nýrrar stjórnar hjá sérstökum tengiliðum flokkanna. Sagt er að framsóknarmönnum sé eigi boðið í þær viðræður. Skiljanlega. Framsóknarmenn eru búnir að mála sig útí horn með vitleysismálflutningiásamt uppá síðkastið afar ljótum málflutningi.

Hinsvegar er talið að flestir vilji nýjar kosningar. Relja bráðnauðsynlegt að losna við útbólgna lýðskrumsfylgi framsóknar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2013 kl. 17:20

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Útsendarar auðvaldsins vilja auðvita ESB ríkisstjórn. Þeir kæra sig ekki um ríkisstjórn fólksins!

Auðvaldsstjórnin sat við völd í eitt og hálft ár og hrökklaðist frá með skell og bankahruni. Það er engin ástæða að leggja slíka raun á landsmenn aftur.

Brennt barn forðast eldinn!

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2013 kl. 18:25

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Gunnar biddu fyrir þér, en skemmtilegur pistill Páls,minnti mig á kafla úr skáldssögu látins mágs míns,sem eru aðeins þrjú orð; “Íslendingar eru hænsn”.

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2013 kl. 19:26

5 Smámynd: Ólafur Als

Handbendi Samfylkingarinnar eru ótrúlega fyrirsjáanleg í öllum sínum málflutningi. Eftir verstu útreið íslenskrar stjórnmálasögu er þá strax farið að dreyma um að komast í bílstjórasætið á ný. Það er ótrúleg seiglan í krataeðlinu; nú kannast menn ekki við sín fyrri verk, sviknu loforð og brostna drauma. Eins of fuglinn Fönix, rís krataframbjóðandinn fram, nýstrokinn og minnislaus um atburði gærdagsins.

Ólafur Als, 13.11.2013 kl. 21:34

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er greinilegt að varðhundar þessarar stjórnar sjái það sama og við - þessi stjórn verður ekki langlíf

Rafn Guðmundsson, 13.11.2013 kl. 21:59

7 Smámynd: Ólafur Als

Ríkisstjórn Jóhönnu lifði af kattafár og ýmsa aðra óáran og ýmsir óskuðu hennar skammlífis. Þeim varð ekki að ósk sinni. ESB blætið tekur á sig ýmsar myndir, m.a. hjáróma gelt (mjálm?) sem í besta falli veldur bjálfahrolli ef lagt er við hlustir. Fremsta ósk kratans er að á hann sé hlustið. Til þess að svo megi verða þarf hann m.a. að uppgötva að verndun íslenskra hagsmuna felur í sér þjóðrækni en ekki þjóðrembing. Ef til vill færi vel á því að gefa þeim orðabók - hún mætti meira að segja vera kostuð frá Brussel.

Ólafur Als, 14.11.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband