Evran framleiðir atvinnuleysi

Sameiginlegur gjaldmiðill 17 þjóðríkja býr til eigna- og launabólur og kemur í veg fyrir að hagkerfin innan gjaldmiðlasamstarfsins aðlagi sig að breyttum efnahagsaðstæðum þegar bólurnar springa.

Eignabólurnar verða til vegna þess að ein peningamálastjórnum hentar ekki 17 ólíkum hagkerfum, sem hvert og eitt lýtur eigin efnahagsstjórn.

Í Suður-Evrópu urðu eigna- og launabólur í byrjun aldar vegna þess að Seðlabanki Evrópu hélt vöxtum lágum á meðan þýska hagvélin var í slaka sem stafaði af sameiningu Þýskalands. Í kreppunni eftir hrun Lehman-banka sprungu eigna- og launabólurnar í Suður-Evrópu (og raunar Írlandi einnig).

Jaðarríkin gátu ekki aðlagað gengið að breyttum aðstæðum, það er ekki hægt í gjaldmiðlasamstarfi, og þess vegna er allur sársaukinn tekinn út í atvinnuleysi.

Sjálfstæður gjaldmiðill jafnar byrðunum þegar kreppa skellur á og verndar störf launþega. Í þeim skilningi er sjálfstæður gjaldmiðill helsta og besta verkfæri jafnaðarmanna. Á Íslandi, hins vegar, bregður svo við að sá flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku, Samfylkingin, er hatrammasti andstæðingur sjálfstæðs gjaldmiðils. Samfylkingin vill taka upp gjaldmiðil atvinnuleysis, evruna.


mbl.is 7,5 milljón atvinnulaus ungmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flowell

Ég er eins mikið á móti evru líkt og næsti evruandstæðingur en greining þín á eigna- og launabólum er kolröng. Hvort sem ríki hafa krónu, dollara eða evru sem gjaldmiðil myndast bólurnar vegna of mikilla útlána til eignamarkaða. Það er grunnur allra bóla.

Flowell, 13.11.2013 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband