Þriðjudagur, 12. nóvember 2013
Eignabóla í evrulandi; forstjóraheimska á Íslandi
Lækkun stýrivaxta á evru-svæðinu mun fela í sér að fasteignir og hlutbréf hækka í verði. Írski hagfræðingurinn David McWilliams telur líklegt að almenningur muni sitja eftir með sárt ennið á meðan efnafólk græðir á tá og fingri.
Seðlabanki Evrópu reynir sömu uppskrift systurbankar í Bandaríkjunum og Bretlandi; að veita fjármálastofnunum fjármagn á lágum vöxtum til að þær láni áfram til raunhagkerfisins sem þá taki við sér. Aðferðin er umdeild, svo ekki sé meira sagt.
Viðskiptaritstjóri Frankfurter Allgemeine Zeitung segir lága vexti aðeins framlengja eymdina á evru-svæðinu. Bankar, sem með réttu ættu að fara í gjaldþrot verður haldið lengur á lífi. Með ódýra fjármagninu frá Seðlabanka Evrópu mun bankar kaupa ríkisskuldabréf Suður-Evrópuríkja sem hætta við að endurskipuleggja hagkerfi sin. Vandinn mun vaxa þegar frá líður.
Þýskir forstjórar eru að vakna til vitundar um að Evrópusambandið er komið á endastöð. Hugmyndin um ,,meiri Evrópu" er dauðadæmd.
Forstjórar á Íslandi, á hinn bóginn, sjá það helst til bjargar íslensku atvinnulífi að ganga í björg Evrópusambandsins og evru-svæðisins.
Evruvextir gætu enn lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.