Mánudagur, 11. nóvember 2013
Þýskir forstjórar krefjast uppstokkunar ESB
Evrópusambandið er komið í ógöngur yfirþjóðlegs skrifræðis sem er bæði ólýðræðislegt og óhagkvæmt og stefnir framtíð álfunnar í voða. Á þessa leið er yfirlýsing sem sjö þýskir forstjórar birta í Frankfurter Allgemeine Zeitung.
Forstjórarnir segja að Evrópusambandið eigi ekki að auka samrunaþróunina heldur þvert á móti auka sveigjanleika samstarfsins. ESB á að skila tilbaka valdheimildum til þjóðríkjanna þar sem lýðræði ríkir en ekki skrifræði.
,,Hugmyndin um að öll ríki álfunnar gangi í einum takti og láta Brussel stjórna ferðinni er gjaldþrota," segir í yfirlýsingunni. Gagnrýnt er að Brussel taki til sín ótalda milljarða bæði til að fjármagna skrifræðið og líka til að millifæra peninga milli aðildarþjóða.
Þýsku forstjórarnir taka ekki upp hanskann fyrir evruna. Þvert á móti leggjast þeir gegn því að Þjóðverjar niðurgreiði skuldir óreiðuríkja.
Gagnrýni þýsku forstjóranna svipar til umræðunnar í Bretlandi þar sem yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins sætir sívaxandi andófi.
Athugasemdir
Ég er eiginlega alveg hissa á að þessi gagnrýni hafi ekki komið fram fyrr. Þorðu menn ekki að opna munn, fyrr en umræðan var komin af stað?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2013 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.