Mánudagur, 11. nóvember 2013
Harkan í pólitísku umræðunni
Pólitísk umræða er harðari nú um stundir en hún var t.d. um aldamótin nýliðin. Að nokkru er skýringin hrunið og eftirmálar þess. Hrunið leysti úr læðingi þjáningar og hvatir sem lágu óhreyfðar á veltuárum útrásar.
Harkan í pólitísku umræðunni stafar líka af kviku stjórnmálaástandi. Fyrir hrun var Sjálfstæðisflokkurinn móðurflokkur íslenskra stjórnmála og dvergarnir leituðu eftir samstarfi við stjórnmálamömmuna. Hrunið velti úr sessi Sjálfstæðisflokknum.
Kosningarnar 2009 leiddu til öndvegis Samfylkinguna. Vinstrimenn gerðu sér vonir um langan valdatíma en það fór á annan veg. Í vor var vinstriflokkunum slátrað. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig en ekki nóg til að ná fyrri styrk.
Kjölfestuna skortir í stjórnmálakerfið og meginlínur eru óskýrar. Þær aðstæður ýta undir pólitíska ókyrrð sem birtist í hvassri umræðu.
Athugasemdir
Vandamálið er að það vantar foringja, það er alveg sama hvar litið er á pólitíska litrófið, enginn leiðtogi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.