Mannfjandsamlegt hagkerfi ESB

Atvinnuleysi er bæði mannlegur harmleikur, það vita allir, en líka stórfellt skemmdarverk á hagvexti framtíðar. Á þessa leið skrifar nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman og vísar til nýrra rannsókna. Krugman ræðir málin út frá atvinnuleysi í Bandaríkjunum, sem er liðlega 7 prósent.

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er rúm 12 prósent og þarf ekki að hafa mörg orð um hve mannfjandsamlegt hagkerfi það er sem dæmir meira en einn af hverjum tíu til eymdar í atvinnuleysi. Eins og það sé ekki nóg þá dregur atvinnuleysi í dag úr hagvaxtarhorfum til framtíðar.

Íslendingar tókust á við hrun og kreppu með krónuna sem verkfæri. Það tókst að halda atvinnuleysi í skefjum. Atvinnuleysi er innan við fjögur prósent. Ísland bæði stendur betur en meðalþjóðin í ESB og er jafnframt með mun betri framtíðarhorfur.

ESB-sinnar á Íslandi tala sig hása um nauðsyn þess að fá ,,alvöru gjaldmiðil" og eiga við evru en ekki dollar sem þó er til muna meiri ,,alvöru" gjaldmiðill. Aldrei tala ESB-sinnar um atvinnuleysið sem fylgir evrunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Hefur einhverntimann heyrst að þeir tali um það skipir máli ? ...bara verða rikir við að fa EVRU

rhansen, 9.11.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband