RÚV tekur þátt í spuna vinstriflokkanna

Vinstriflokkarnir bjuggu til þann spuna í gær að fjarvera ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá þingumræðu um stöðuskýrslu forsætisráðherra væri meiriháttar pólitísk yfirlýsing.

RÚV féll fyrir spuna Össurar, Árna Páls og félaga og gerði sérstaka frétt í hádeginu um fjarveru ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Afkynningin ,,þessi frétt var í boði vinstriflokkanna" heyrðist ekki í lok fréttarinnar. Enda óþarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvernig skýrir þú Páll að enginn sjálfstæðismaður var þarna þegar SDG var að tala.

Rafn Guðmundsson, 8.11.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rafn þú sérð ekki það augljósa sem er auðvitað sorglegt,að formenn stjórnarflokkanna gætu leikið á tilfinningaþrungna eftirsjá Árna og Össurar að stjórnartaumunum,hefðu þeir nokkra löngun til að kvelja þá. Sigmundur og Bjarni hafa það eina takmark í ríkisstjórn,að vinna þjóðinni gagn og létta borgurum þessa lands að lifa og starfa í sínu frjálsa,fullvalda ríki.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2013 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband