Miðvikudagur, 6. nóvember 2013
Kaupþing mútar araba
Al Thani þurfti mútur frá Kaupþingi til að leggja nafn sitt við bankann. Þegar ,,viðskiptin" voru gengin í gegn mættu talsmann Kaupþings hróðugir í fjölmiðla og tilkynntu alþjóð að bankinn nyti trausts út í hinum stóra heimi.
Hvers vegna var nafn Al Thani keypt til Kaupþings fyrir 50 milljónir dollara?
Jú, til að telja lífeyrissjóðum á Íslandi trú um að óhætt væri að kaupa hlut í Kaupþingi.
Lánið mútugreiðsla til Al Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Öll þess mál eru mjög upplýsandi um þá spillingu sem vaðið hefur uppi í íslenskum fjármálaheimi.
Þessi málssókn hefur leitt í ljós að víða eru maðkar í mysunni.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2013 kl. 13:06
Já af því að einhver arabískur prins sem kann ekki aura sinna tal fannst Kaupþing vera skynsamleg fjárfesting á þessum tímapunkti, væntanlega álíka skynsamleg og gullhúðaða klósettsetan fyrir nýju einkaþotuna hans.
Það var einmitt þegar ég heyrði af þessum viðskiptum, sem ég sannfærðist um það að íslenskir bankamenn væru búnir að missa alla vitglóru.
Ef tilgangurinn hefur verið "kaupa sér trúverðugleika" þá hafði það einmitt þveröfug áhrif! Það var tjónið sem þessir menn ollu með þessum gjörningi.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2013 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.