Þriðjudagur, 5. nóvember 2013
Fangarnir stjórni fangelsinu
Fangar eru sérstaklega meðvitaðir um réttindi sín. Þeir eiga á hinn bóginn svolítið erfitt að átta sig á réttindum annarra og eru þess vegna í þeirri stöðu að vera fangar.
Þegar talsmaður fanga vill skipta um yfirstjórn Litla-Hrauns eru það skilaboð til samfélagsins að algerlega hafi mistekist að kenna föngum betrun.
Betrun hefst með hógværð, og í tilfelli fanga; auðmýkt.
Mikil reiði ríkir meðal fanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hógværðin þarf að vera á báða bóga. Tillitssemi er alltaf af hinu góða, líka á báða bóga, en heimtufrekja þeirra sem hafa unnið sig inn í fangelsið er með ólíkindum. Halda þessir greifar að þeir séu einhver forréttindastétt?
Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2013 kl. 17:10
Ef föngunum finnst að betrun sé að mistakast þá eru þeir illa staddir. Betrun á sér rætur í þeim sem þarf að að batna, og ef þeir álíta að hún sé bara færð þeim á fati eins og hver önnur sunnudagssteik er stór misskilningur í gangi. Stór hluti betrunar er í því fólginn að hugsa sinn gang, en það gerir enginn fyrir þig, og vinna síðan úr því með aðstoð þeirra sem til kunna og láta sig málið varða.
Að vísu má örugglega finna ýmislegt að stjórnun fangelsisins, m.a.virðist vanta að fangar sem til þess hafa unnið fái frið í heimsóknartímum ásamt fjölskydum sínum og ástvinum.
Að æða inn á fólk með offorsi og saka það um fíkniefnalykt er bara út í hött. Slíkt á að kanna þegar viðkomandi gestur kemur á staðinn. Að niðurlægja fólk með þessum hætti lýsir því best að þar er ekki réttur maður á réttum stað.
En leynist nokkursstaðar þakklætisvottur fanganna fyrir það sem vel er gert?
Að vísu er ég fremur illa að mér um fangelsismál okkar Íslendinga, en get ómögulega séð að þeir sem verið er að senda í fangelsi, hvort sem er vegna þess að þeir eru hættulegir samfélaginu, eða í svokallaðri betrunarvist fyrir aðrar sakir, eigi skilið neinn heiður fyrir hvar þeir eru staddir. Þeir eru dæmdir sakamenn og hafa unnið til vistarinnar.
En engum er sú ósk ofar í huga en mér, að menn bæru gæfu til að koma betri menn út í lífið aftur. En það hefst örugglega ekki með því að fangarnir ætli að stjórna, meðan þeir eru fangar. Til þess eru þeir öfugumegin við borðið sem stendur, en það gæti breyst taki þeir betrun og komi út sem nýtir borgarar.
GM Ég skil hvoki haus né sporð í því sem þú ert að fara.
Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2013 kl. 21:42
GM, ég skil þig vel. Færslur Bergljótar eru alltaf svona.
Elle_, 6.11.2013 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.