Samspil við ASÍ er besti leikur ríkissstjórnarinnar

Ríkisstjórninni stendur til boða bandalag við ASÍ í þeim tveim málaflokkum sem munu skipta sköpum í stjórnmálum næstu misserin, ef ekki árin.

Í fyrsta lagi útfærslan á milljörðunum sem koma til skiptanna við uppgjör föllnu bankanna. Í öðru lagi kjarasamningalotan sem hefst með skammtímasamningum í vetur og lýkur vonandi veturinn/vorið 2015 með tveggja til þriggja ára samningum.

Framsóknarflokkurinn fær tækifæri til að selflytja óframkvæmalegu kosningaloforðin sín inn í almenna kjarasamninga með því að fara í tangó með ASÍ. Stofnanabakland Sjálfstæðisflokksins, Samtök atvinnulífsins er ruslahrúga eftir hrun, og flokkurinn þarf á mýkri áferð að halda gagnvart launþegum.

Samvinna við ASÍ um tekjudreifingu í þjóðfélaginu, að því marki sem hún er ákveðin með opinberum aðgerðum, er besti leikur ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 


mbl.is ASÍ kynnir „betri leið“ til að lækka tekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ríkisstjórnin á ekki að láta Skrifstofu elítu ASÍ sjá um stjórn efnahagsmála, það kann ekki góðri lukku að stýra að láta það lið vera með krumlurnar í þessum málum !

Gunnlaugur I., 4.11.2013 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband