Föstudagur, 1. nóvember 2013
Jón Gnarr breytti sem sagt engu
Könnu sem segir Bjarta framtíð með sama fylgi og Jón Gnarr segir líka að engu breytir hvort grínistinn sé í framboði eða ekki. Það einfaldlega gengur ekki upp. Jón Gnarr yfirskyggði þau pólitísku samtök sem stóðu á bak við hann.
Björt framtíð er huggulegt kaffihúsafólk úr Reykjavík 101. Það vill vera vinir allra og ekki taka óvinsælar ákvarðanir, nema að hækka skatta enda kaffihúsafólkið sjaldnast launþegar.
Jón Gnarr fattaði að mótmælaframboðið frá 2010 myndi ekki virka 2014 og þess vegna dró hann sig í hlé. Sviðslistamenn vita hvenær fólk hættir að nenna að klappa. Og harla fáir munu klappa fyrir Bjartri framtíð næsta vor.
Björt framtíð fengi sex í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú, með óráðsíu og rugli kom hann ágætis rekstri, sem var áður en hann tók við, úr tveimur milljörðum í plús í fjóra komma fjóra milljarða í mínus....
Jóhann Elíasson, 1.11.2013 kl. 07:40
Þú ert sem sagt að viðurkenna Páll, að kjósendur telji allt vera betra en íhaldið!
Ekki amaleg yfirlýsing það, frá blaðafulltrúa íhaldsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2013 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.