Ríkisstjórn á ekki að selja bíla

Forstjórnar landsins kunna það eitt til ráða að kenna ríkisstjórninni um þegar áætlanir um veltu ganga ekki upp. Ef það væri hlutverk ríkisins að selja bíla, líkt og Geir Gunnarsson forstjóri Bernhard heldur fram, nú þá væru engin bílaumboð heldur sæi ríkiseinokunarbílasalan um þennan þátt.

Ríkisvaldið á að skapa stöðugleika sem felst í lágri verðbólgu og lágu atvinnuleysi. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er einmitt að leggja grunn að stöðugleika með sparnaði í ríkisrekstri.

Forstjórar sem kalla eftir stórfelldum ríkisafskiptum af atvinnulífinu eru ekki í réttu starfi.


mbl.is Óvæntur samdráttur á bílamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll, ég held að þú rangtúlkir óvart það sem Geir Gunnarsson heldur fram. Hann segir t.d.: „Peningarnir þurfa að fara að snúast í gegn um hagkerfið í einkageiranum“. Líka: „Ríkiskerfið keyrir ekki hagkerfið í gang“(í merkingunni: á ekki að gera það). Mér sýnist Geir einmitt vilja hag einstaklinga betri: „Það er ekkert verið að gera til þess að styrkja stöðu einstaklinga í landinu“.

En kannski er ég sá sem misskilur þetta. Maður er þó sammála þér að ríkið á að forða sér úr öllum þessum afskiptum, t.d. í gegn um Landsbankann.

Ívar Pálsson, 31.10.2013 kl. 08:56

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir ábendinguna, Ívar. Við skulum ekki hafa Geir fyrir rangri sök. Ég kaus að taka hann sem dæmi fyrir þá einstaklinga í einkarekstri sem vilja að ríkið ráðstafi peningum á þennan eða hinn veginn sem kemur þessum eða hinum rekstrinum til góða. Ég hef lesið Geir of þröngt og biðst velvirðingar.

Páll Vilhjálmsson, 31.10.2013 kl. 10:06

3 Smámynd: The Critic

Það á að byrja á því að afnema öll vörugjöld af bílum. Fáránlegt að hafa einhvern útblástursskatt, það reyna allir að kaupa eyðslugranna bíla í dag, það þarf ekki þessa stýringu.
Fólk fær alveg nógu mikið að finna fyrir því við dæluna ef bílinn er eyðslufrekur.

The Critic, 31.10.2013 kl. 11:10

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Allir sáttir, Páll. Ég er sammála The Critic hér að útblástursskatturinn er alveg út úr kú, enda er aðaltilgangurinn með honum að kæla heiminn (sem við eigum ekki að borga fyrir).

Ívar Pálsson, 31.10.2013 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband