Miðvikudagur, 30. október 2013
Sjálfstæðisflokkur og fjórir dvergar
Ný könnun á fylgi flokkanna sýnir Sjálfstæðisflokkinn með tæp 30 prósent fylgi og fjóra flokka aðra með um 15 prósent fylgi. Af þeim eru þrír vinstriflokkar; Samfylking, VG og Björt framtíð. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur.
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ná fyrri stöðu, vinstri flokkarnir eru splundraðir og Framsóknarflokkurinn í oddastöðu um það hvort hægri- eða vinstristjórn ráði fyrir lýðveldinu. Þetta er sama staðan og undanfarin 50 ár.
Í pólitík er kjölfesta nauðsynleg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.