Þöggunarprinsippið í boði RÚV

Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður RÚV og núverandi stjórnarmaður RÚV veitir áhugaverða innsýn í RÚV-kúltúrinn með svofelldri athugasemd á samfélagsmiðli

Hef aldrei skilið afhverju þöggun er svona lítið beitt á Snorra í Betel, Gillz, Gylfa Ægisson, Jón stóra og alla þessa kalla sem eiga nákvæmlega 0 erindi inn í vitræna umræðu….Auðvitað eru þeir athyglissjúkir, samt er ekki sjálfgefið að komast inn í umræðuna, eins og þeir gera og fitna af eins og púkinn á fjósbitanum. Enn eitt svona rugl er Páll Vilhjálmsson Heimsýnarbloggari…. Hvers nafn ætti ekki einu sinni að nefna samkvæmt þöggunarprinsippinu.

Björg Eva opinberar sérkennilegt hugarfar fólks sem telur sig þess umkomið að ákveða hverjir fá áheyrn í samfélagsumræðunni og hverjir ekki. Og Björg Eva situr í stjórn RÚV í umboði VG sem á hátíðarstundum segist flokkur tjáningarfrelsis og mannaréttinda. En nú vitum við að aðeins sumir eiga skilið að fá að tjá sig, hina á að beita ,,þöggunarprinsippinu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er líka beitt þöggun á mannréttindabrot og skort á faglegum vinnubrögðum hins opinbera.

fiskisaga.not.is er eitt slíkt dæmi.

Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2013 kl. 20:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af Jóni Stóra því hann hefur legið undir sex fetum í um ár. Hún fylgist greinilega ekki með.

Málfrelsi er bannað þar sem sósíalistar hafa öll völd. Það eru ekki ný sannindi.

Sá sem setur sig gegn ,álfrelsi á ekki heima í stjórn Rúv. Sem mér finnst annars einkennilegur söfnuður og ekki eins og fólk flest.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2013 kl. 22:06

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Hlýtur að vera gott að vera í hópnum sem er með RÉTTAR skoðanir.

Steinarr Kr. , 29.10.2013 kl. 22:50

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spurning hvort þér Páll,verður nokkurn tíma boðið í stássstofu Rúv? Heimssýnar ,heimsins besti bloggari! ..........

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2013 kl. 23:07

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RÚV ert hreiður beturvitringa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.11.2013 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband