Þriðjudagur, 29. október 2013
Þöggunarprinsippið í boði RÚV
Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður RÚV og núverandi stjórnarmaður RÚV veitir áhugaverða innsýn í RÚV-kúltúrinn með svofelldri athugasemd á samfélagsmiðli
Hef aldrei skilið afhverju þöggun er svona lítið beitt á Snorra í Betel, Gillz, Gylfa Ægisson, Jón stóra og alla þessa kalla sem eiga nákvæmlega 0 erindi inn í vitræna umræðu .Auðvitað eru þeir athyglissjúkir, samt er ekki sjálfgefið að komast inn í umræðuna, eins og þeir gera og fitna af eins og púkinn á fjósbitanum. Enn eitt svona rugl er Páll Vilhjálmsson Heimsýnarbloggari . Hvers nafn ætti ekki einu sinni að nefna samkvæmt þöggunarprinsippinu.
Björg Eva opinberar sérkennilegt hugarfar fólks sem telur sig þess umkomið að ákveða hverjir fá áheyrn í samfélagsumræðunni og hverjir ekki. Og Björg Eva situr í stjórn RÚV í umboði VG sem á hátíðarstundum segist flokkur tjáningarfrelsis og mannaréttinda. En nú vitum við að aðeins sumir eiga skilið að fá að tjá sig, hina á að beita ,,þöggunarprinsippinu".
Athugasemdir
Það er líka beitt þöggun á mannréttindabrot og skort á faglegum vinnubrögðum hins opinbera.
fiskisaga.not.is er eitt slíkt dæmi.
Guðjón E. Hreinberg, 29.10.2013 kl. 20:40
Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af Jóni Stóra því hann hefur legið undir sex fetum í um ár. Hún fylgist greinilega ekki með.
Málfrelsi er bannað þar sem sósíalistar hafa öll völd. Það eru ekki ný sannindi.
Sá sem setur sig gegn ,álfrelsi á ekki heima í stjórn Rúv. Sem mér finnst annars einkennilegur söfnuður og ekki eins og fólk flest.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2013 kl. 22:06
Hlýtur að vera gott að vera í hópnum sem er með RÉTTAR skoðanir.
Steinarr Kr. , 29.10.2013 kl. 22:50
Spurning hvort þér Páll,verður nokkurn tíma boðið í stássstofu Rúv? Heimssýnar ,heimsins besti bloggari! ..........
Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2013 kl. 23:07
RÚV ert hreiður beturvitringa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.11.2013 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.