Mánudagur, 28. október 2013
Ókeypis peningar og ónýtt hagkerfi
Vísasta leiðin til að eyðileggja hagkerfið er að moka út peningum til óreiðufólks. Allsherjarafskriftir fasteignalána kemur kemur óreiðufólki best vegna þess að það keypti stærstu fasteignirnar og hlóð á þær hæstum lánum og fjármagnaði þannig neyslu sem ekki var í neinum takti við tekjur.
Allsherjarafskriftir fasteignalána grafa undan skilvísi en elur á þeirri hugsun að óþarfi sé að standa við gerða samninga því að eyði maður um efni fram mun ríkið hlaupa undir bagga.
Hagkerfi sem ekki gerir ráð fyrir að samningar standi er ónýtt. Það sést best á þriðja heims þjóðum sem slíta með botnlaust vantraust þar sem samningar eru ekki pappírsins virði.
Varla ætlar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að gera slíka atlögu að hagkerfinu.
Beðið eftir afskriftum á húsnæðisskuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Neibb. Það stendur ekki til samkvæmt yfirlýsingum þeirra að gera neitt af þessu eins og þú lýsir því.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2013 kl. 11:29
fólk hafði kanski ekkert val voru að borga sama í leigu og í afborganir þettað er ekki í fyrsta skiptið sem men fara einhverja afskriftaleið hefur gert reglulega.það hefur ekki eiðilagt hagkerfið enn gerist varla núna með alla þessa lærdómsmenn sem stjórna þjóðini nú um stundir.
bankar eru ekkert að sita það ef menn halda eignum sínm þrátt fyrir gjaldþrot
Kristinn Geir Briem, 28.10.2013 kl. 11:29
Er mikill munur á niðurgreiðslum og styrkjum til landbúnaðar og niðurfærslu skulda heimila?
Sveinn Snorrason, 28.10.2013 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.