Hundur étur hund: RÚV og 365 miðlar

Samfylking og VG færðu Jóni Ásgeiri og 365 miðlum milli 250 og 400 milljónir króna með því að setja lög í tíð síðustu ríkisstjórnar sem takmörkuðu auglýsingatekjur RÚV. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hyggst aflétta takmörkunum vinstriflokkanna á samkeppni á auglýsingamarkaði.

Í staðinn fyrir rýmri auglýsingatekjur mun Illugi taka tilbaka loforð vinstriflokkanna um hækkun á framlagi til RÚV.

Það er ekki ástæða til að almenningur niðurgreiði rekstur 365 miðla með því að setja takmarkanir á auglýsingatekjur RÚV.

Þegar menntamálaráðherra slær tvær flugur í einu höggi: minnkar framlag ríkisins til RÚV og eykur samkeppnina á auglýsingamarkaði er ástæða til að óska honum til hamingju með ráðsnilldina.


mbl.is Rýmka auglýsingaheimildir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hvernig lifir INGVI HRAFN MEÐ INN ?  Á EGIN FRUKVÆÐI.  Væri ekki ráð að fyrirtæki á STÓRREYKJAVIKURSVÆÐINU LÆRÐU AÐ LIFA Á SÍNUM FORSENDUM OG FRUMLEIKA ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.10.2013 kl. 19:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki ÍNN á "stórreykajvíkursvæðinu"?

Ég sé að þú býrð á landsbyggðinni og finnur höfuðborgarbúum allt til foráttu. 

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2013 kl. 20:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef stundarhagsmunir í pólitík væru ekki í spilinu myndu Sjálfstæðismenn auðvitað vilja að einkareknu sjónvarpsstöðvarnar fengju meiri auglýsingatekjur með því að takmarka auglýsingatekjur RUV.  Og vinstri flokkarnir andæfa því.

Ómar Ragnarsson, 27.10.2013 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband