Laugardagur, 26. október 2013
RÚV hótar ríkisstjórninni
Þriðja sjónvarpsfrétt RÚV í kvöld, á eftir frétt um dýraníð og endursögn á vændisfrétt Stöðvar 2, var um ríkisstjórnina. Í lok fréttarinnar hótaði fréttamaður RÚV ríkisstjórninni með þessum orðum: ,,miðað við væntingar fólks er ljóst að gjörla verður fylgst með verkum ríkisstjórnarinnar á næstu mánuðum".
Ekkert ,,fólk" var tilgreint, sem ætlaði að fylgjast með verkum ríkisstjórnarinnar, enda er það aðeins aðferð RÚV til að klæða hótunina í feluliti. RÚV er í heilögu stríði við ríkisstjórnina af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi er RÚV sneisafullt af vinstrimönnum og ESB-sinnum og þeir hatast við ríkisstjórnina. Í öðru lagi beitir RÚV fréttastofunni miskunnarlaust til að knýja á um hærra framlag úr ríkissjóði.
Til að undirstrika gangsterisma RÚV gekk fréttamaðurinn gallabuxnaklæddur niður tröppur alþingis við Austurvöll þegar hann hótaði ríkisstjórninni. Gallabuxurnar eru vanvirðing við alþingi, enda ekki leyfðar í þingsal, og fréttamaðurinn undirstrikaði fyrirlitningu RÚV á alþingi með klæðaburði sínum.
RÚV hagar sér eins og ríki í ríkinu og tímabært að hætta að eyða opinberum fjármunum í þessa stofnun.
Athugasemdir
Það er óhugnanlegt að fylgjast með framkomu Efstaleitisjötukratanna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2013 kl. 20:06
Er þetta nú ekki heldur mikil móðursýki Páll? Vænisýki jafnvel? Ekkert meira aðkallandi að fjalla um en svona fantasíur?
Það er grátbroslegt að lesa svona dellu. Á satt að segja von á betra frá þér. Viljir þú vega að krötum, þá er þetta ekki leiðin. Þvert á móti þá leikur þú í hendur þeirra með svona þvælu og gerir þig ómerkan í leiðinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 20:14
"miðað við væntingar fólks er ljóst að gjörla verður fylgst með verkum ríkisstjórnarinnar á næstu mánuðum"
ég er viss um að þetta sé rétt hjá fréttamanninum. ég sé heldur enga hótun í þessu. bara frétt (sem þér líka ekki)
Rafn Guðmundsson, 26.10.2013 kl. 20:28
Jón Steinar: ekki segja svona - Páll er okkar ESB sinna besti vinur - heimsýn líka
Rafn Guðmundsson, 26.10.2013 kl. 20:38
átti auðvitað að vera heimssýn
Rafn Guðmundsson, 26.10.2013 kl. 20:39
Þetta verður svona, svo lengi sem tjáningarfrelsið er virt á íslandi.Mér hefur allt frá hruni fundist óhugnanlegt að hlusta og horfa á fréttaflutning Rúv.,sérstaklega um Esb. Gagnrýnin er rettmæt vegna kröfu um hlutleysi. Ætli menn viti ekki vel að það verða einhverjir sem fylgjast með (tilhlökkun) og von að ríkisstjórnin misstígi sig og öfugt. Stærsta málið er í hverju töluðu/skrifuðu orði,átök um sjálfstæði Íslands,það er þá eitthvað til að berjast fyrir,þótt manni finnist baráttan réttmætari, sem verst af öllum mætti þeim sem vilja afnema það.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2013 kl. 23:00
Jæja... Til hamingju.
http://www.dv.is/frettir/2013/10/26/sakar-frettamann-um-ad-hafa-hotad-rikisstjorn-islands/
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 23:11
Þú talar um „gangsterisma RÚV". Er það orð virkilega viðeigandi?
Wilhelm Emilsson, 26.10.2013 kl. 23:18
Einhver hefði sagt að þú getir ekki hafa verið alveg sóber þegar þú malbikaðir þennan spotta, en ég myndi ekki taka svo djúpt í árinni sökum annálaðrar háttvísi.
Hálft í hvoru vonar maður þó að það sé rétt, þín vegna.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 23:21
Ef þetta átti að vera brandari þá er þetta ágætlega heppnað blogg
Ef að menn halda að það sé hótun að þjóðin komi til með að fylgjast með gjörðum og efndum ríkisstjónar þá held ég að menn séu nú komnir að endimörkum skynseminar. Það var engin hótun í þessu heldur bara bent á það sem margir hafa sagt að þjóðin sýnir stjórnvöldum örugglega ekki neina biðlund í langan tíma.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2013 kl. 23:21
Sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !
Hvað er að því; þó stuggað sé við álíka dauðyflum - sem þau Jóhanna og Steingrímur voru, á sinni tíð, Páll minn ?
Sigmundur Davíð; og þeir Bjarni, eru jú spegilmyndir þeirra.
Alþingi; hefir ekki hingað til, þurft á utanaðkomandi hjálp að halda, til þess að özla aldakunna vanvirðingu sína, síðuhafi góður.
Og; eru gallabuxur eitthvað óverðugri klæðnaður, en margt annað ?
Hefir hingað til; þókt sæma Kúrekum Suður og Norður- Ameríku, til dæmis, auk fjölda annarra.
Með beztu kveðjum; af Suðurlandi, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 00:01
Fólk þarf kannski að klæða sig upp í kjól og hvítt þegar það horfir á fréttir frá Alþingi til að sýna því ekki vanvirðingu?
Hafi klæðnaður fréttamannsins verið vanvirðing við þingið og orð hans hótun í garð stjórnvalda, hvað má þá segja um grímulaust hatrið sem vall úr penna síðuhafa í garð stjórnvalda á síðasta kjörtímabili?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.10.2013 kl. 07:39
RÚV er einn öflugasti fjölmiðill landsins, rekur bæði útvarp og sjónvarp. Fréttastofa RÚV er hneigð til aðgerðafréttamennsku þar sem ýtt er undir tiltekinn málstað sem er þóknanlegur yfirvaldinu á Efstaleiti og fellur að kúltúr RÚV.
Sjónvarpsfrétt RÚV í gær bar með sér að stofnunin ætlaði í stríð við ríkisstjórnina. og nota til þess þau meðöl sem eru fréttastofunni nærtæk og heita aðgerðafréttamennska.
Páll Vilhjálmsson, 27.10.2013 kl. 09:57
Komið þið sæl; á ný !
Páll !
Heldur klénar; ályktanir þínar, ágæti drengur.
Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður; stórfrændi minn, frá Gamla Hrauni í Hraunshverfi, milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, er af þeim meiði ættarinnar, sem heldur seinþreyttur er til stórmæla mikilla - og að gera gallabuxur hans, að einhverri mælistiku þinna sjónarmiða, er með því allra lítilmótlegasta, Páll minn.
Ekkert síðri kveðjur; hinum fyrri - svo sem /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 14:13
Spáum frekar í ,föðurlandið,!!
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2013 kl. 15:33
næ ekki alveg þessa kenningu um gallabuxurnar
Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2013 kl. 16:46
Takk fyrir svörin, Páll. „Aðgerðafréttamennska er stuðningur [við] mótmæli þar sem fréttamiðill hættir að vera hlutlægur skrásetjari atburða," samkvæmt þinni skilgreiningu. Myndir þú kalla þig "aðgerðafrétta/blaðamann," eða finnst þér það bara eiga við um RÚV?
Wilhelm Emilsson, 27.10.2013 kl. 19:23
Segi eins og mer finnst ekki að stiðja við nokkurs orð her ...Það er langt siðan Rúv hætti að vera útvarp LANDSMANNA ...og varð útvarp VINSTRI MANNA OG ÞEIRRA MÁLEFNA!!!!!!!!!! og það þarf ekki að vera neitt neinsstaðar i pólitik til finna það og sja og skilja ....og þetta kalla eg andlegt ofbeldi ....Ekkert flóknara en það !.............Og ef eg mætti ráða ræki eg alla sem þar stjórna innann dyra i dag og fengi inn fólk ...algjörlega utan pólitiskra afla ...allra flokka !!!
rhansen, 27.10.2013 kl. 20:08
Öll þessi pólitíkska umræða um RUV veldur mér áhyggjum.-Ég vil aftur á móti,snúa umræðunni að rekstri þess.-Það verið að eyða stórum fjármunum,í bull-þætti -Hraðfréttir ,??? á Völlunum og svona fleira upp telja.-Einnig verður að segjast að viðtalsþættir,þar maður talar við mann,eiga heima í útvarpi.Það er eigin þörf,að sína framan í smettið á þessu fólki,með ærnum tilkostnaði.-Nú hefur verið settur á enn einn viðtalsþáttur tileinkaður Gísla Marteini.Þar er fjármunum illa varið.
Ingvi Rúnar Einarsson, 28.10.2013 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.