Laugardagur, 26. október 2013
Stefán Ólafsson og Egill Helga boða byltingu
Hagfræðitilraun sem stefndur yfir í Bandaríkjunum gengur út á að dæla ódýrum peningum, nánast á núll vöxtum, inn í hagkerfið í þeirri von að atvinnutækifærum fjölgi með aukinni umsetningu fyrirtækja. Tilrauninni var hrundið af stað eftir Lehman-hrunið 2008 þar sem spilavítiskapítalismi ógnaði hagkerfinu í heild.
Ein afleiðing af þessari hagfræðitilraun, sem fer fram undir stjórn Obama og demókrata, er að ríkir Bandaríkjamenn hafa orðið enn ríkari enda eiga þeir greiðastan aðgang að ódýrum peningum og nýta sér það óspart. Millistéttin verður hlutfallslega fátækari en yfirstéttin og lágstéttin sömuleiðis. En hvorttveggja millistéttin og lágstéttin í Bandaríkjunum hefur vinnu enda atvinnuleysi þar minna en í löndum Evrópusambandsins, svo dæmi sé tekið.
Stóra spurningin er hvað gerist þegar bandaríski seðlabankinn hækkar vexti. Þegar atvinnuleysi minnkar munu vextir hækka, til að halda niðri verðbólgu. Englandsbanki fylgir svipaðri stefnu og tengir vaxtalækkun við atvinnustig.
Það sem hér sagt að ofan er tiltölulega hlutlaus lýsing á hagfræðitilraun, sem enginn veit hvernig endar. Flestir eru þó sammála um til hvers tilraunin er gerð: til að halda uppi atvinnu.
Ekki þó Stefán Ólafsson og Egill Helgason. Þeir segja hagfræðitilraunina vera í þágu hinna ofurríku til að þeir geti orðið enn ríkari. Einu lausnina sem þeir félagar sjá er bylting.
Stefáni og Agli gekk ekki vel að greina meinsemdir íslensks samfélags og hvaða viðbrögð væru skynsamlegust. Báðir studdu þeir ESB-fíaskó Jóhönnustjórnarinnar. Þegar maður er ekki spámaður í föðurlandi sínu er um að gera að leita annað.
Athugasemdir
Veistu hvað Quantitative easing er? http://en.wikipedia.org/wiki/Quantitative_easing
Þetta er alveg rétt hjá Agli og Stefáni. Þetta segi ég þótt ég telji Stefán vera heldur ómerkilegan pappír og spunameistara.
Þetta er ígildi sjálfsmorðs í okkar aðstöðu og bankabeilout a la Bernanke. Prenta peninga og kaupa skuldabréf af fjármálastofnunum.
Hvað heldur þú að gerist Palli?
Tíundaðu nú fyrir okkur hverskonar töfralausn þetta er. Kosti og galla takk fyrir.
Ef framsókn lætur verða af þessu þá sannast það endanlega að hún er ekki stjórnmálaflokkur heldur glæpahreyfing.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 17:15
Þetta er fróðlegt hjá þér, og hvað er til ráða.
Hagfræði tilraunin í Bandaríkjunum gengur út á að hafa alla,
við framleiðslu eða þjónustu.
Það er öllum hollast.
--
Peningarnir, peningabókhald, er skapað til að fólkið geti gert gagn,
framleitt vörur og veitt þjónustu, og nýtt gæðin.
Ekki viljum við minnka vöruframboð, þar á að ráða framboð og eftirspurn.
Ekki viljum við minnka þjónustu, þar á að ráða framboð og eftirspurn.
Alla í atvinnu, þar verða mismunandi laun að draga vinnuaflið
í það sem mest þörf er fyrir á hverjum tíma.
Myndist verðbólga, vegna of mikilla peninga, of mikils peningabókhalds,
þá á að draga inn þetta of mikla magn af peningabókhaldi.
Hvernig er best að gera það?
Hvar er of mikið peningabókhald?
Það verðum við að finna.
--
Er hægt að draga inn þetta of mikla peningabókhald?
Trúlega er það enginn vandi.
Er þetta of mikla peningabókhald orðið til vegna peningabókhalds sköpunar
með því að selja verðbréf og gjaldeyri fram og til baka?
Þessu verðum við að svara.
--
Er einhver ástæða til að einhverjir búi til peningabókhald
með spilamennsku?
--
Þegar við höfum lært hvaðan of mikil peningabókhalds sköpun kemur,
verðum við að draga þá peningabókhalds sköpun til baka.
--
Hvernig á að gera það?
Ég veit það ekki.
Er hægt að nota skatta?
Meira síðar.
Egilsstaðir, 26.10.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.10.2013 kl. 17:17
Í Bandaríkjunum er um 7 prósent atvinnuleysi; á Íslandi innan við fimm próæsent. Þegar af þeirri ástæðu er ekki tilefni til sömu hagstjórnar. Þá er íslenska krónan að koma úr stórfelldu falli eftir hrun en bandaríkjadalur hefur styrkst gagnvart yeni og haldið í horfinu á móti evru. Gjaldmiðlarnir tvær hljóta því að þurfa ólíka seðlabankaumgjörð.
Páll Vilhjálmsson, 27.10.2013 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.