Gjaldmiðlar, hagsæld og þráhyggja Þorsteins P.

Íslendingar og Bretar búa að sjálfstæðum gjaldmiðli, krónu og pundi. Þjóðirnar sýna hagvöxt og framtíðarhorfur eru trúverðugar. Margar þjóðir á evru-svæðinu er í varanlegri kreppu. Ný skýrsla frá Citigroup segir Spán, Grikkland og Ítalíu ekki komast út úr spennitreyju evrunnar. Sameiginlegur gjaldmiðill kæfir hagvöxt, eyðir störfum og viðheldur kreppu.

Sjálfstæði  gjaldmiðlar eru forsenda hagsældar og þess vegna er til svona mikið af þeim í heiminum. Evran var ekki ákveðin með efnahagslegum rökum heldur pólitískum um sameiningu Evrópu. Kreppan í löndum evrunnar staðfestir að sameiginlegur gjaldmiðill ólíkra efnahagskerfa leiðir til ófarnaðar.

Þorsteinn Pálsson og ESB-sinnar á Íslandi vilja ekki skilja alþjóðlega lærdóma um evru-kreppuna. Þorsteinn skrifar enn einn pistilinn í Fréttablaðið um að Ísland eigi að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil og taka upp evru.

Í raðpistlum sínum er ríkjandi þráhyggja hjá Þorsteini að allt íslenskt sé ónýtt og ónýtast af öllu íslensku sé krónan. Þorsteinn ræðir aldrei ástandið á evru-svæðinu og hvernig í veröldinni þjóðarbúskapur Íslands eigi að passa inn í gjaldmiðlasvæði sem þýskir hagsmunir ráða. 

Reynsla jaðarþjóða evru-svæðisins er skýr og ótvíræð: sameiginlegur gjaldmiðill dýpkar kreppu, eykur atvinnuleysi og kemur í veg fyrir hagvöxt.


mbl.is Mesti hagvöxtur í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband