Heimska fólkið í viðskiptalífinu

Viðskiptalífið á Íslandi er óvenju illa mannað um þessar mundir. Heimska fólkið, sem Sighvatur Björgvinsson kallaði svo, tröllríður þar húsum og krefst þess að minnihluti þjóðarinnar, í kringum þriðjungur, ráði ferðinni í utanríkismálum þjóðarinnar og að við höldum áfram aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra varð að minna heimska fólkið á þá einföldu staðreynd að þeir tveir flokkar sem mynda ríkisstjórn eru báðir með þá skýru afstöðu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Samfylkingin fékk 30 prósent fylgi í kosningunum 2009 út á þá stefnu að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu. Flokkurinn fékk fjögur ár í ríkisstjórn til að framkvæma stefnuna  tókst ekki. Í síðustu þingkosningum, hálfu ári, bauð Samfylkingin einn flokka upp á ESB-aðild og fékk til þess fylgi 12,9 prósent þjóðarinnar.

Hvað er það sem heimska fólkið í viðskiptalífinu skilur ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Skilur það eitthvað ???????????????'

rhansen, 23.10.2013 kl. 22:54

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Á síðunni sem þú vísar til kemur einnig fram að "Allir stjórnendur sem rætt var við á fundinum voru sammála um að ljúka þurfi aðildarviðræðum."

Samkvæmt glænýrri skoðanakönnun Maskínu þá kemur í ljós að: "51,7 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja að aðildarviðræðum verði haldið áfram, 34,7 prósent vilja að þeim verði alfarið slitið en 13,6 prósent vilja að hlé verði gert á aðildarviðræðum.

Maskína spurði einnig um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. 67,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vilja slíka atkvæðagreiðslu, 32, 9 prósent sögðust ekki vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þeim sem tóku afstöðu til þess hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið sögðust 50,7 prósent vera mjög eða frekar andvíg inngöngu, 28,4 prósent sögðust vera mjög eða frekar hlynnt inngöngu og 20,9 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg.
"

Mikið er nú gott að tilheyra ekki þessum heimska meirihluta þjóðarinnar, sem jafnframt inniheldur flest samtök atvinnulífsins...

Haraldur Rafn Ingvason, 23.10.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er þá sama könnun og þetta “glænýja” fyrirtæki sem þetta birti fyrir nokkrum vikum. Það sem skiptir máli er hvernig spurningarnar eru,margir fylgjast ekkert með,en það stendur til bóta. Það á að senda þetta umsóknarplagg rakleiðis til Brussel.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2013 kl. 00:30

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur Rafn, 10. júní 2009 birtust niðurstöður Gallupkönnunar þar sem spurt var, hvort menn vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn. 76,3% sögðu JÁ, aðeins 17,8% sögðu NEI. En þá þókknaðist Samfylkingunni það alls ekki að fara að þeim áberandi sterka þjóðarvilja, og hún fekk að ráða (meðfram með því að kúga samstarfsflokkinn): að ana bara í sitt aðlögunarferli á grundvelli sinnar ólögmætu og stjórnarskrárandstæðu umsóknar-hraðferðar.

En Samfylkingin getur ekki ætlazt til þess, að hún fái alltaf að ráða---sízt nú, þegar hún hefur aðeins 12,9 prósent atkvæða að baki sér úr nýjustu þingkosningum!

Því má bæta við, að þegar spurt var í skoðanakönnun Gallup, birtri 15. sept. 2009, hvort menn vildu að Ísland gengi í Evrópusambandið, sögðu 32,7% já, en 50,2% NEI ! (17% svörðuðu ekki). Þá var einnig spurt: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla væri um málið núna, hvernig myndirðu kjósa, og þá var andstaðan enn meiri: 38,5% sögðust myndu svara JÁ, en 61,5% NEI.

Samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar HÍ, birtri 23. apríl 2013, var rúmur fjórðugur þeirra, sem tóku afstöðu, mjög (11,4%) eða frekar (16,2%) fylgjandi inngöngu í Evrópusambandið. Tuttugu prósent sögðust hlutlaus, en rúmur helmingur sagðist frekar (20,5%) eða mjög (31,7%) mótfallinn inngöngu. Með "inngöngu" voru sem sé aðeins 27,6%, en á móti inngöngu 52,2%.

Þar að auki eru spurningar um "framhald viðræðna" villandi og leiðandi og verða augljóslega ekki taldar merki um, að menn, sem segi já við því, vilji þarna "inn".

Og stjórnarflokkarnir nú voru ekki kosnir út á ESB-inngöngustefnu, þvert á móti. Og sæmst væri vinnuveitendum/fyrirtækjaeigendum að virða niðurstöðu kosninganna.

Jón Valur Jensson, 24.10.2013 kl. 01:22

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það sama á við um hina svikulu, evrókratísku og teknókratísku ASÍ-forystu, kosna á grundvelli afar óárennilegs, þunglamalegs og ólýðræðislegs valkerfis. Ef einhvers staðar þarf byltingu, þá er það í verkalýðsfélögunum og lífeyrissjóðum þeirra.

Jón Valur Jensson, 24.10.2013 kl. 01:27

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Skil nú ekki hvað verið er að blanda samfylkingunni í þetta, það að þeir hafi verið afleitir er ekki afsökun fyrir þessari augljósu þjóðarheimsku. En varðandi þessa seinustu skoðanakönnun, eigum við nú ekki að hafa allar tölurnar með?

Þá lítur þetta svona út (alls svöruðu 1330, svarhlutfall var 74%):

"Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar (HÍ, birtri 23. apríl 2013) er andstaðan við inngöngu í ESB nokkuð afgerandi á þessum tímapunkti. Rúmur fjórðugur þeirra sem tók afstöðu var mjög (11,4)  eða frekar (16,2) fylgjandi inngöngu í sambandið. Tuttugu prósent  sögðust hlutlaus en rúmur helmingur sagðist frekar (20,5) eða mjög (31,7) mótfallinn inngöngu. 

Þrátt fyrir þetta er meirihluti fyrir því að aðildarviðræðum við sambandið verði fram haldið. 52,7 prósent svarenda í könnuninni vill halda áfram viðræðum. 30,7 vilja hætta. 16,5 prósent taka ekki afstöðu. Þetta þýðir að hluti þeirra sem eru andvígir aðild vilja samt klára aðildarviðræðurnar."

Það er sama hvernig menn rembast við að túlka þessar tölur, það er alltaf meirihluti fyrir því að klára viðræðurnar.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.10.2013 kl. 02:15

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Haraldur Rafn,

það er ekki í boði að klára viðræður. Evrópusambandið tekur ekki við nýjum aðildarríkjum á grundvelli viðræðna, heldur aðlögunar.

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1320579/

Páll Vilhjálmsson, 24.10.2013 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband