Miðvikudagur, 23. október 2013
Jón Gnarr sameinar Samfylkinguna
Eftir síðustu borgarstjórnarkosningar kom fram krafa um að Dagur B. Eggertsson segði af sér forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfuðlausn Dags B. var að leiða Jón Gnarr og Besta flokkinn til valda enda þögnuðu gagnrýnisraddirnar um leið.
Einn af þeim sem vildi Dag B. burt fyrir fjórum árum er Karl Th. Birgisson. En nú snúa innanflokksandstæðingarnir bökum saman og veðja báðir á framhaldsvöld Samfylkingar í Reykjavík í skjóli Jóns Gnarr.
Karl Th. segir það hreint og beint skyldu Jóns að bjóða fram og líkir Besta flokknum við Reykjavíkurlistann fyrir tuttugu árum.
Þar með er Jón Gnarr orðinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sameiningarhrjáðra vinstrimanna á 21. öld. Jón Gnarr hefur sýnt að hann tekur sig vel út í kvenmannsfötum og yrði ekki skotaskuld úr því að fara í spjarirnar hennar Sollu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.