Föstudagur, 18. október 2013
Verðbólga bætir og jafnar lífskjörin
Verðbólga er það kallað þegar verðgildi peninga lækkar. Sumir (einkum ESB-sinnar) standa í þeirri trú að fast verðgildi peninga sé ávísun á góð lífskjör. Það er lygi eins og milljónir manna í löndum Evrópusambandsins þekkja á eigin skinni.
Evran er stöðugur gjaldmiðill sem gerir almenning í Evrópu fátækan og eykur ójafnræði milli þeirra atvinnulausu og hinna sem eru svo heppnir að fá vinnu. Í þeim skilningi er evran gjaldmiðill dauðans.
Krónan, á hinn bóginn, er lifandi gjaldmiðill sem ýmist tútnar út eða skreppur saman eftir því hvernig viðskiptakjör Íslands eru við umheiminn annars vegar og hins vegar hversu skynsöm við erum sem þjóð að skipta á milli okkar landsframleiðslunni.
Verðbólga innan við 4 -5 prósent er fínstilling á hagkerfinu. Án verðbólgu væri hér hörmungarástand atvinnuleysis og ójafnaðar - eins og í Evrópusambandinu.
Viðvarandi verðbólga og hærri vextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ég að lesa baggalút eða hvað... ?
Jón Ragnarsson, 18.10.2013 kl. 14:08
Nú verð ég að læka þig Páll.
Virkilega góður pistill.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.10.2013 kl. 14:55
Takk fyrir pistilinn, Páll. Hvað meinarðu með því að evran sé "stöðugur gjaldmiðill"? Verðgildi hennar sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Wilhelm Emilsson, 18.10.2013 kl. 15:46
Evran er alls ekki nein ávísun á stöðugleika.
Nóg er að líta til Kýpur þar sem verðgildi bankainnstæðna umfram tiltekna fjárhæð er algjörlega háð duttlungum herranna í Brüssel, Berlín og París.
Svo er ekki eins og efnahagslífið í aðildarlöndum EMU sé beinlínis stöðugt, þó að skráð viðskiptagengi myntarinnar sem notuð er þar sé það kannski. Reyndar er auðvelt sýna að það gengi sé byggt á eintómum blekkingum.
Grikkir fá til dæmis miklu minni verðmæti í formi opinberrar þjónustu fyrir þær evrur sem þeir greiða í skatta, eftir að þeir neyddust til að byrja að senda stóran hluta þeirra beint til Þýskalands án viðkomu í innlendu efnahagslífi.
Evran í sömu setningu og stöðugleiki... hah, hlýtur að vera brandari.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2013 kl. 19:31
undarlegur pistill. en í dag og á meðan við höfum verðtryggingu þá kvarta ég svo sem ekki. væri samt ekki til í að standa í húsakaupum aftur í krónu/verðbólguþjóðfélagi
Rafn Guðmundsson, 18.10.2013 kl. 20:32
þetta skilja nu ESB sinnar seint !
rhansen, 18.10.2013 kl. 21:27
Eins og alltaf, flottir pistlar hjá þér.
Hörður Einarsson, 18.10.2013 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.