Stéttapólitík og aumingjauppeldi

Ef fólk fær greidda peninga fyrir að gera ekki neitt en er þokkalega hraust þá kemst það upp á lagið að þiggja opinbera framfærslu og nennir ekki að vinna. Slíkt fólk er til. Þeir eru líka til sem vinna svart og hirða atvinnuleysisbætur.

Á hinn bóginn hlýtur sá hluti, sem þiggur opinbera framfærslu, að vera stærstur sem í raun og sann þurfa á aðstoðinni að halda; fær ekki atvinnu og/eða býr skerta starfsorku.

Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins opnar á umræðu um hvernig eigi að standa að opinberri framfærslu. Óðara spretta menn eins og Stefán Ólafsson og saka Áslaugu Maríu um auðmannadekur og að vega að fátækum.

Umræðan fer strax í skotgrafirnar - og er þó varla byrjuð.


mbl.is 4,1 milljarður í fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara afsökun fyrir því að aðstoða ekki þá sem á því þurfa að halda.  Það er nefnilega þannig að ef atvinnuleysingjar hafna vinnu, þá missa þeir réttin alla vegana tímabundið. 

Það er líka afskaplega óviðundandi að manneskja sem hefur aldrei þurft að líða skort á neinu tagi, þykist vita betur um hag fólks. 

Hins vegar þarf að taka á því að fólk svindli sér til um örorku.  Þar er að mínu mati við lækna að sakasts, því þeir þurfa að skoða menn og gefa út ávísun á að þeir séu óvinnufærir.  Þar liggur vandinn, en ekki að atvinnulausir og öryrkjar fái of mikil laun. 

Þetta eru því ekki skotgrafir heldur vandamál sem þjóðin á við að glíma í áfalli sem við urðum fyrir, og vei ég ætla bara vona að silfurskeiðaliðið haldi sig  sem mest á mottunni.  Hvað varðar Stefán Ólafsson, þá er mér fjandann sama hvaðan gott kemur, hvort sem er frá hægri til vinstri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 16:58

2 Smámynd: Jack Daniel's

Palli minn.  Ertu tepoki?

Lestu þetta.

Jack Daniel's, 17.10.2013 kl. 09:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis frábær skrif Keli.  Takk fyrir að benda á þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2013 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband