Ónýta Ísland og Egill Helgason

Eftir hrun þótti til vinsælda fallið að finna Íslandi öllu til foráttu. Heill stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem hafði verið í klappstýrhlutverki í útrás, sneri við blaðinu og hóf hatramman áróður um ónýta Ísland.

Áróðurinn var í þágu þess málstaðar Samfylkingar að Ísland ætti að verða aðildarríki Evrópusambandsins, - og auðvitað yrði Ísland meira og betra sem ESB-ríki. Ýmsir stukku á þennan vagn Samfylkingar, einkum ESB-sinnar.

Um hríð varð samfylkingarfólki og ESB-sinnum ágengt með áróðrinum, einkum á fyrstu mánuðum eftir hrun. En umræðan um ónýta Ísland snerist fljótlega í höndunum á Samfylkingunni og fylgifiskum. Mistökum í Icesave-samningunum var snúið upp í umræðu um ónýta ríkisstjórn og ógildum kosningum til stjórnlagaþings sömuleiðis.

Umræðan um ónýta Ísland gróf jafnt og þétt undan ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Vandræðagangur í Evrópusambandinu, þar sem evran eyðilagði efnahagskerfi jaðarríkja, hjálpaði ekki upp á sakirnar.

Í þingkosningunum í vor hafnaði þjóðin umræðunni um ónýta Ísland og kaus flokka sem buðu upp á jákvæða framtíðarsýn sem byggir á trú á landi og þjóð.

Sumir sem iðulega tóku undir umræðuna um ónýta Ísland reyna hvað þeir geta til að tortryggja ríkisstjórnina á þeim forsendum að hún sé höll undir annarleg sjónarmið. Til dæmis Egill Helgason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér sýnist áróðurinn um ónýta Ísland þrífast vel í útvarpi allrar þjóðarinnar, sérstaklega í speglinum, þar sem hver sótrafturinn er dregin fram að enduróma um þetta ónýta Ísland, í síðdegisútvarpinu og í sjónvarpinu.  Þessi áróður er með þungum undirnið, hvernig er það hægt að íslendingar geri allt sem hægt er til að tala land sitt og þjóð niður?  Ég bara spyr, og hver er tilgangurinn?  Langar þetta fólk virkilega svona mikið til að tilheyra öðru og stærra samfélagi, að það svífst enskis til að láta þann draum rætast og fá aðra með sér í sterkum áróðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2013 kl. 11:40

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Af hverju að vera alltaf að rifja upp þetta ESB dæmi þegar maður er buinn að steingleyma því? Er ekki betra að fara að tala um Ríkisstjórnina og hvað hún er að gera sjúklingum,sérstaklega krabbameinssjúklingum þessa lands.Þegar byrjað er að eyða þeirri umræðu með einhverju ESB tali er hættan sú að þetta gleymist í umræðunni.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.10.2013 kl. 12:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af því að ESB sinnar geta ekki skilið að þetta mál er út af borðinu, vilja ekki skilja það og reyna að blása í glæður viðræðna.  Ég er reyndar orðin hundleið á þessari ESB umræðu, vil bara fá að vera í friði með að þetta sé á ís.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2013 kl. 14:08

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er hann egill ekki bara að benda á staðreyndir - mér sýnist það - skil líka að 'sannir ísl' líki að illa

Rafn Guðmundsson, 5.10.2013 kl. 15:38

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú þekki ég vestfirsku baráttukonuna og munar um minna. Það er svo langt síðan við heyrðum fosætisráðherra Íslands tala kjark í þjóðina. Egill segir samstöðu okkar aldrei hafa verið nein sérstök þjóðar einkenni og er þá að véfengja þá sýn forsætisráðherra um að einmitt það hafi fært okkur framfarir. Hann viðurkennir þó samstöðu okkar í miklum hamförum, eins og snjóflóðum og eldgosum.Ég vil í því sambandi einnig nefna sjóslys,þar sem við misstum heilu skipshafnirnar í sjóinn á seinustu öld. Þá lék RÚV. sorgarlög og allir Íslendingar hneigðu höfuð í samhug.-- Já,nákvæmlega samskonar hugur birtist í baráttunni um fullveldi Íslands. Við höfðum byggt upp öryggi gegn hverskonar vá í landinu og áttum ekki von á þeim trakteringum sem eitt smæsta stjórnmálaafl í gegnum árin biði upp á. Með illu ef ekki fengist með góðu. “Hvað gera bændur nú” rétt eins og Pétur í sögu Laxness (Heimsljós) stofna líklega samstöðu gegn Samfylkingu,

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2013 kl. 16:46

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín.  Þá vil ég heldur hlusta á bjartsýnistalið í Sigmundi Davíð, en svatrnættisraus þeirra sem tala Ísland endalaust niður.  Sannleikurinn liggur einhversstaðar þarna á milli, en það er góður eiginleiki að tala kjart í þjóðina, það gerður hershöfðingjar á vígvellinum, til að halda baráttuþreki dátanna sinna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2013 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband