Að lifa á öðrum

Velferðakerfið elur af sér hóp fólk sem finnst sjálfsagt að lifa á vinnu annarra. Velferðakerfið er í grunninn hugsað þannig að þeir sem sakir örorku, elli eða atvinnuleysis geta ekki framfleytt sér sjálfir fái opinbera aðstoð.

Eftir því sem þeim fjölgar sem lifa á öðrum verður kerfið ósjálfbærara og hrynur loks undan eigin þunga. Til að stemma stigu við þessari þróun þar ríkisvaldið að grípa í taumana.

Góð byrjun hjá sitjandi ríkisstjórn væri að hætta við öll áform um að veita ótöldum milljörðum til þeirra sem reistu sér hurðarás um öxl í útrás og lifðu um efni fram á fasteignalánum.

Ef einhver annar en maður sjálfur borgar lánin manns þá lifir maður á öðrum.


mbl.is Margir vilja vera á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þessar röksemdir standast svo framarlega sem ekki er um "bólulán" að ræða. Lán sem hækka eftir "vísitölu" - sem að einhverju leyti er innistæðulaus bóla - verður aldrei hægt að greiða.

Enginn getur greitt "vísitöluhækkun" láns - sem reiknað er til hækkunar á vitlausum forsendum.

"Húsnæðisliður" (hækkun á verði fasteigna) er t.d. yfirleitt ekki inn í  útreikningum neysluverðsvísitölu í löndum OECD - nema á Íslandi.

Hækkun á verði fasteigna nú - kyndir aftur upp hækkun á lánum sem er ein og þegar kettlingur eltir á sér skottið - en nær því aldrei.

Nokkrar minni villur í útreikningi að vísitölu neysluverðs - dugar til að dellan keðjuverkast  og vextir virðast ekki geta lækkað nú hérlendis - vegna svona villumeldinga í útreikningum.

Lokað hagkerfi  á Íslandi - með "læst" gjaldeyrisviðskipti reiknar þannig "verðbólgu" sem svo  liggur til grundvallar þess að 2ekki má lækka vesti vegna verðbólgu"

Páll - þú ert of klár náungi til að sjá ekki gegn um svona dellu.

Kristinn Pétursson, 1.10.2013 kl. 08:40

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Eitt það fyrsta sem þarf að ath er hversu margir af þeim sem eru á bótum eru framfleytendur.

Í t.d. Danmörku eru hámarksbætur eingöngu fyrir barnafólk eða annað fólk með aðra á framfæri.

aðilar sem enn búa á "hótel mömmu" GETA EKKI fengið nema max 70% af grunnbótum.

Svoleiðis er það líka hjá sveitarfélögunum og er eon af ástæðunum fyrir því hversu mun færri eru endanlega á bótum eftir að ríkiskerfinu sleppir.

Einnig þarf að skoða hvatann.

Til að það borgi sig að fara á vinnumarkað verður að vera töluverður munur á hæstu bótum og lægstu launum.

Verst er að hér á landi er enginn munur á þessu tvennu eða þá svo lítill að hann er vart greinanlegur.

Einstæð móðir getur t.d. fengið í bætur 186.417 auk þess að borga lægri dagvistunargjöld.

Fari hún á vinnumarkað má bjóða sömu manneskju 191.300 fyrir 171,5 klst á mánuði.

Hver er hvatinn?

Viðkomandi á vinnumarkaði þarf amk strætókort og er þá komin á sama stað og aðilinn á bótunum....

Óskar Guðmundsson, 1.10.2013 kl. 11:26

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ertu ekki sjálfur á örorku?

Matthildur Jóhannsdóttir, 1.10.2013 kl. 14:06

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Skilgreining þín á "velferðarkerfi" á kannski við um það sem gerist t.d. í Bandaríkjunum en passar ekki við velferðarríki e.o. Ísland. Velferð í velferðarríki er hugsað þannig að ríkið tryggir að allir borgarar hafi jöfn tækifæri til að njóta lífsins og gefa af sér og nær þannig til einstakra bótakerfa, menntunarkerfis, heilbrigðiskerfis o.fl.

Tryggvi Thayer, 1.10.2013 kl. 14:07

5 identicon

þetta er ekki rétt hjá þér vinur.

Velferðarkerfið er ekki gert til að hjálpa fátækum, heldur til að tryggja óðöl þeirra ríku.

Ef ég er fátækur, og á ekki að éta þa ræni ég þa ríku, og fer í styrjöld til að afla mér lífsviðurværis.  þetta ætti að vera hverjum manni ljóst ... en á meðan ég hef ofan í mig og á, þó ekki sé nema nauðsynlegustu nauðsynjar.  Þá held ég mér nokkurn veginn á mottuni.

Hafðu þetta ætíð á bakvið eyrun ... velferðarríkið, er til að tryggja þá ríku, ekki þá fátæku.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband