Alþjóðleg efnahagskreppa á næsta leiti

Álverð lækkar og það veit á samdrátt í alþjóðhagkerfinu til millilangs tíma. Sjávarafurðir eru næmar á skammtímasveiflur og þær fara lækkandi í verði. Hvorttveggja er ávísun á alþjóðlega kreppu sem er handan við hornið.

Bandaríski Seðlabankinn hætti við að draga saman seglin í seðlaprentun í haust af ótta við að hagkerfið myndi snöggkólna. Mál manna er að vandanum hafi aðeins verið slegið á frest. Ódýrir peningar frá Bandaríkjunum halda hagkerfum nýmarkaðsríkja gangandi og framlengja veisluhöldin á verðbréfamarkaði.

 Fyrr heldur en seinna verða Bandaríkin að hækka vexti að öðrum kosti kemur skriða verðbólgu. Þegar vexti hækkar springa eignabólur, bæði í nýmarkaðsríkjum og í verðbréfahöllum Vesturlanda.


mbl.is Vöruskiptajöfnuðurinn lakari í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar þjóðin endurreisir Þjóðveldið kippir hún áhrifum af svona kreppum úr sambandi.

Guðjón E. Hreinberg, 30.9.2013 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband