Borgin styður homma gegn kristnum

Samfylking og Besti flokkurinn í Reykjavík lögðu sitt af mörkum til að skapa úlfúð milli lífsstílshópa homma annars vegar og hins vegar kristinna með því að nota umferðamerkingar til stuðnings hommum.

Það er ekki hlutverk Reykjavíkurborgar, né annarra opinberra aðila, að gera upp á milli lífsstílshópa. Síðast þegar að var gáð er trúfrelsi í landinu og ef kristnir hópar vilja efna til samkomu þá á Reykjavíkurborg ekki að skipta sér af því.

Reykjavíkurborg er í höndum aðgerðarsinna sem auka illindi milli borgarbúa. Við svo búið má ekki standa. Við höfum kosningar til að skipta út ónýtum yfirvöldum.


mbl.is Hafa þurft að leggja mikið á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dagur og Gnarr haga sér ákaflega kjánalega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2013 kl. 10:58

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Núverandi meirihluti borgarstjórnar samanstendur, eins og flestir Íslendingar ættu í það minnsta að gera sér grein fyrir, af Besta flokknum undir staðfastri stjórn skapara og vinnuveitanda síns, þ.e.a.s. Samfylkingarinnar.

Reykvíkingar voru í þeirri vonlausu stöðu fyrir tæpum fjórum árum, að meirihluti kjósenda gat hreinlega ekki lengur kosið gjörspilltar hagsmuna klíkur hins títt nefnda fjórflokks, eins og úrslit kosningana báru síðan með sér og dugir í því sambandi að minna á lævísleg þjófnaðar áformin á Orkuveitunni.

Þessar dæmigerðu aðgerðir sem Páll ræðir um og aðrar framkvæmdir borgarstjórnar eru auðvitað lýsandi fyrir hugsunarhátt ofverndaðrar Samfylkingar klíkunar sem gjarna er kennd við 101.

Það sorglegasta við þetta litríka sjónarspil allt saman er lítil sem enginn endurnýjun hjá gömlu hagsmuna bandalögunum og þó enn fremur feimni eða varfærni nýrra flokksbrota að stíga fram, á völlinn, en þau uppskáru þó eigi að síður uþb. 25% greiddra atkvæða í síðustu ríkisstjórnar kosningum, sem síðan féllu því miður flest dauð vegna 5% múrsins alræmda.

Eins og útlitið er nú í dag, þá lítur út fyrir að fáranlegur skrípaleikurinn haldi einungis ótrauður áfram með þennan óumdeilanlega fyndnasta leikara þjóðarinnar í stafni, eftir sem áður.

Jónatan Karlsson, 29.9.2013 kl. 11:45

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrst Borgin hefur gefið þetta fordæmi er þá ekki örugglega tryggt að þessar gangbrautir verði settar upp við öll önnur bænahús í borginni? Líka moskunnar í mýrinni?

Ragnhildur Kolka, 29.9.2013 kl. 12:48

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Páll - tek undir með þér - þetta er ömurleg staða og ætti ekki að vera þeim sæmandi -

Varðandi öfugmæli JK um OR er það að segja að innan skamms verður sagan öll sögð - allt frá því að orkuveitur Reykjavíkur voru sameinaðar í eitt fyrirtæki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2013 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband