Össur sleit ESB-ferlinu: vildi ekki þjóðaratkvæði

ESB-ferlið var stöðvað í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. með sérstakri ríkisstjórnarsamþykkt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafnaði tillögu samráðherra síns, Ögmundar Jónassonar, um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, skv. frétt sem flestir eru búnir að gleyma.

Össur og Samfylking ætluðu að ,,hægja á" ferlinu í þrjá mánuði og fá umboð þjóðarinnar í þingkosningum til að halda áfram. Þjóðin þakkaði pent og gaf Samfylkingunni 12,9 prósent fylgi.

Tilraunir forystumanna þriggja félagasamtaka að endurvekja ESB-ferlið eru hjárænulegar og auglýsa sambandsleysið við þjóðina. Sérstaklega er það slæmt fyrir ASÍ, sem eiga að heita almannasamtök.

 


mbl.is LÍÚ vill ekki ljúka viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki réttara að segja: "hann þorði ekki í þjóðaratkvæði"????

Jóhann Elíasson, 27.9.2013 kl. 20:45

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er misskilningur hjá þér og þú veist það. esb var ekki og átti ekki að vera kostningamál þannig að það var sett á hold

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 21:17

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jóhann - það ert þú og þínir líkir (framsókn) sem þora ekki í þjóðaratkvæði.

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 21:18

4 Smámynd: Elle_

Ekki um neitt að kjósa, Rafn, og ekkert að þora.

Elle_, 27.9.2013 kl. 22:02

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Össuri og Samfylkingu bauðst þjóðaratkvæði í aðdraganda kosninga. Því var hafnað, væntanlega til að gera Samfylkinguna að eina ESB-flokknum. Það tókst með þeim árangri að flokkurinn fékk 12,9 prósent fylgi.

Páll Vilhjálmsson, 27.9.2013 kl. 22:12

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

páll - útskýrðu þetta nánar

"Össuri og Samfylkingu bauðst þjóðaratkvæði í aðdraganda kosninga"

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 22:18

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eða er þetta bara órökstudd fullyrðing hjá þér

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 22:19

8 Smámynd: Elle_

Líklega satt hjá Elíasi, Rafn, hann þorði ekki.  Hann vissi að hans eymdarflokkur myndi missa andlitið og verða þeim til mestu niðurlægingar (ekki skammar þar sem þau kunna ekki að skammast sín).  Hann vissi samt ekki enn hvaða volæði væri í vændum fyrir þau í apríl sl. 

Elle_, 27.9.2013 kl. 22:26

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

elle - er þetta sama órökstudda fullyrðingin hjá þér?

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 22:30

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski getur palli svarað

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 22:30

11 Smámynd: Elle_

Hvað meinarðu með órökstutt, Rafn?  Verð ég í alvöru að rökstyðja að Össur og co. snúast 100% um Brussel og aftur Brussel, og dýrðina í Brussel, hið rangnefnda 'Evrópu'samband? 

Elle_, 27.9.2013 kl. 22:37

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einmitt Rafn...ESB átti ekki að verða kosningamál. Er það eitthvað sem Samfylkingin getur ákveðið sísvona? Hvað er rætt og hvað ekki?

Af hverju heldur þú að þeir hafi haft þessa óskhyggju? Voru þeir hræddir við eitthvað?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2013 kl. 23:03

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í fréttinni sem vísað er til í blogginu segir þetta:

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra greindi frá því að hann hefði talað fyrir því í ríkisstjórninni að lýðræðislegt væri að spyrja þjóðina fyrst hvort hún vildi leggja inn umsókn um aðild að ESB. Því hefði Samfylking hins vegar hafnað. Þá hefði hann að undanförnu talað fyrir því að útkljá málið fyrr og fá fram þjóðarvilja en fyrir því hefði ekki verið hljómgrunnur. 

Samfylkingin vildi ekki þjóðaratkvæði í upphafi ferlisins, sumarið 2009, og ekki heldur undir lok Jóhönnustjórnarinnar. Samfylkingin fór ekki að tala um þjóðaratkvæði fyrr en eftir kosningarnar í vor þegar flokkurinn fékk verstu útreið sem nokkur stjórnarflokkur á Vesturlöndum hefur nokkru sinni fengið eftir stríð.

Páll Vilhjálmsson, 28.9.2013 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband