Föstudagur, 27. september 2013
ASÍ gefur lýðræðinu langt nef
Þjóðin gaf núverandi stjórnarmeirihluta skýrt og ákveðið umboð til að hætta aðildarferlinu inn í Evrópusambandið. Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru til kosninga með lýðræðislegar flokkssamþykktir um að hagmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Alþýðusamband Íslands, á hinn bóginn, hefur aldrei leitað eftir umboði félagsmanna sinna til að berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Skrifstofufólk ASÍ er umboðslaust þegar það mótar sérstaka Evrópustefnu.
Niðurstaðan sjálfgefin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er það ekki 'lýðræði' að geta gert sína eigin athuganir?
Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 10:32
Að tala um lýðræði og ASÍ í sömu setningu er útilokað. Vart finnst hér á landi og þó víðar væri leitað, jafn ólýðræðislegur félagsskapur og ASÍ.
Að vísu þekki ég ekki starf Frímúrarareglunnar, en hugsanlegt getur verið að þar sé félagsskapur sem nágast getur ASÍ, stjórnskipunarlega séð!!
Gunnar Heiðarsson, 27.9.2013 kl. 11:50
Munurinn á þessum tveim félugum er þó sá að í Frímúrararegluna ganga menn sjálfviljugir, en í ASÍ eru menn settir nauðugir, þegar þeir þiggja laun á frjálsum markaði!
Gunnar Heiðarsson, 27.9.2013 kl. 11:52
Rafn, það er málfrelsi að fá að tjá skoðanir sínar og gera athugasemdir (innan velsæmis) en lýðræði ef forsavarsmenn félags talar fyrir meirihluta sinna umbjóðenda.
Ólafur Als, 27.9.2013 kl. 14:14
Hverjum innan stjórna ASÍ og SA er mútað? Innan ASÍ og SA er enginn meirihlutavilji fyrir þessu ólýðræðislega Brusselbákni.
Elle_, 27.9.2013 kl. 19:59
Rafn, hvaða lýðræði ertu að tala um innan ASÍ (eða SA)? Meinarðu svona Samfylkingarlýðræði? Veit ekki hvað það kemur lýðræði við að ætla að valta gegn fjöldanum.
Elle_, 27.9.2013 kl. 20:33
Gekk ekki fólk að kjörkassa fyrir nokkrum árum þar sem meirihluti kjósenda var samþykkur aðildarviðræðum?
Sjálfstæðisflokkurinn fékk lélega kosningu og Framsókn vann fylgi vegna "loforða" um skuldaleiðréttingu, hefur ekkert með afstöðu þjóðarinnar til ESB að gera.
Jón Páll Garðarsson, 28.9.2013 kl. 06:19
Nei, ekki man ég eftir að meirihlutann hafi viljað þetta. Og Framsókn fékk örugglega mikið fylgi síðast vegna harðrar stöðu sinnar gegn þessu Brusselrugli Jóhönnu og co. og vegna harðrar stöðu gegn ICESAVE.
Elle_, 28.9.2013 kl. 12:44
Í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið er einnig meirihluti fylgjandi að klára málið og leggja það til þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt bendir til að fylgið sé eingöngu vegna loforða sem þeir ekki vita í dag hvernig þeir geti snúið sér út úr.
Jón Páll Garðarsson, 28.9.2013 kl. 13:55
Hvar kemur fram að meirihlutinn hafi viljað ræða við þetta Brusselbákn? Og ekki allt bendir til að fylgið sé vegna loforðanna sem þú vísar í. Fjöldi manns var farinn að skilja að þeir voru flokkurinn sem var harðastur gegn þessu rugli.
Elle_, 28.9.2013 kl. 15:50
Fyrir utan flokk Jóns Bjarnsonar eða Regnbogann.
Elle_, 28.9.2013 kl. 15:51
Loks, eins og nógu oft hefur komið fram, er rangt að tala um að 'klára málið'. Villandi fullyrðingar ætlaðar til að blekkja fólk. Við værum búin að taka upp öll lög þeirra þegar málið væri 'klárað'.
Elle_, 28.9.2013 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.