Gnarr-fólkið og Sjálfstæðisflokkurinn

Jón Gnarr borgarstjóri og ætt hans er ofsótt kynslóð fram af kynslóð af Sjálfstæðisflokknum. Borgarstjóri rifjar upp hvernig kalda stríðið snerist um að koma Gnarr-fólkinu á kaldan klaka. Borgarstjóri segir

Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkurinn og aðallega ákveðnir menn innan hans hafi lagt pabba og skoðanabræður hans, í hálfgert einelti. Það að pabbi var „kommi“ en aðallega ekki í Sjálfstæðisflokknum hafði félagsleg- og efnahagsleg áhrif á fjölskyldu mína. Ég ber samt engan kala til Sjálfstæðisflokksins fyrir það. Svona voru bara tímarnir.

Þegar nær kosningunum dregur má búast við að borgarstjóri rifji upp fleiri misgjörðir við Gnarr-fólkið í gegnum tíðina. Líklega var einhver forfaðir hans tekinn af lífi fyrir galdra á 17. öld og eflaust var Sjálfstæðisflokkurinn viðriðinn þau ósköp. 

Móðuharðindin á 18. öld setti Sjálfstæðisflokkurinn af stað til að skaprauna Gnarr-familíunni sem svalt heilu hungri og missti húsnæði sitt í Suðurlandsskjálftunum. 

Rétt fyrir kosningar verður Jón Gnarr búinn að finna það út að hann er afkomandi Dufþaks Gnarr þræls Hjörleifs sem var píndur að draga arðinn á sinum tíma en uxanum var hlíft. Dufþakur Gnarr gerði uppreisn með öðrum þrælum og myrtu þeir Hjörleif. Ingólfur elti þá uppi í Vestmannaeyjum og drap. Ingólfur var fyrsti sjálfstæði Íslendingurinn og því hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að vera ábyrgur fyrir drápi forföður Jóns Gnarr.

Já, vesalings Gnarr-fólkið hefur mátt líða fyrir Sjálfstæðisflokkinn allt frá landnámsöld. Við hljótum að hafa þessa sorgarsögu í huga á kosningadag. Og láta tilfinningar okkar ráða atkvæðinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gnarrinn er snillingur í áróðri gegn Sjálfstæðisflokknum, en það skrítnasta og jafnframt það sorglegasta við þetta allt saman er að liðið sem trúir hverju einasta orði sem Gnarrinn látur út úr sér er lattelepjandi kaffhúsalýðurin í 101 Reykjavík, sem er með meira en 4 ára háskóla göngu og allskonar gráður.

Þá vitum við hvað er kennt í háskólum landsins og þau vilja skattpína hinn almenna skattgreiðanda til að fá meiri peninga svo þau geti fengið fleirri háskólagráður.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er góð byrjun enda má Flokkurinn engan tíma missa.

Ég nýti hvert tækifæri ef ég á kost á ókeypis latte.

Finnst þér það vont, Jóhann?

Árni Gunnarsson, 22.9.2013 kl. 13:23

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Árni ég drekk ekki kaffi, þykir það vont.

Ekki vissi ég að hákólastyrkir væru notaðir fyrir frítt latte? En því ekki, lattelepjandi kaffihúsalýð 101 Reykjavík þykir ábyggilega alveg sjálfsagt að verkamenn landsins borgi fyrir latte sem það sötrar á.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 14:10

4 Smámynd: K Zeta

átttsss Jóhann...ég er með meira en 4 ára háskólamenntun og kaus ekki Gnarr.  Hefði kannski gert það ef ég hefði búið í Reykjavík- hvernig lið var á undan? en það er óskaplega lítilmannlegt að hjóla í einstaklinginn og láta málefnið vera...svona ómur af DO hirðinni og hver vill tilheyra henni?

K Zeta, 22.9.2013 kl. 18:08

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekkert kanski K Zeta ef þú ert með 4 ára háskólagráðu og mundir kanski kjósa Gnarrinn þá færð þú ekki inngöngu í lattelepjandi kaffihúsalýðsklúbbinn 101 Reyjavík.

Hvort DO hefur verið betri eða verri en Gnarrinn skal ég ekki dæma enda bý ég ekki í Reykjavík, en hitt er annað mál Gnarrinn þarf ekki að vera asni þó DO hafi verið asni.

Ekki rétt K Zeta?

Að hjóla í einstaklinginn er gert vegna þess að þegar maðurinn er bara með skrípaleik út um allar trissur en enginn málefnaleg verkefni.

Eða finnst þér að mála götu sem kostaði miljónir sé eitthvað málefnalegt? Kanski að það hefði verið hægt að eyða skattpeningi reykvíkinga á einhvern betri hátt?

Hvað finnst þér K Zeta?

Ættli Pútinn geti sofið af því að Gnarrinn ættlar ekki að leifa það að Reykjavík og Moskva verði ekki lengur vinnaborgir?

Hvað finnst þér K Zeta?

Nenni ekki að telja upp skrípaleiki Gnarrsins, enda er maðurinn lærður trúður og kann sig bezt þegar hann í skrípaleik.

En svona til að benda 4 ára háskólalærðum manninum með gráðu(r), DO er ekki lengur borgarstjóri Reykjavíkur og hefur ekki verið það í tugi ára.

En Gnarrinn er borgarstjóri í dag og á morgunn þess vegna er ég að benda á hversu mikill snillingur Gnarrinn er í raun og veru.

Með öðrum orðum; í fyrra er ekki núna.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 18:29

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

K Z - það er ekkert hjá því komist að fara í eintaklinginn þar sem esti flokkurinn er bara einn einstaklingur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.9.2013 kl. 19:25

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta er aumkunnarverður pistill og höfundi ekki til sóma. Lýsir illgirni af verstu sort. Það vill svo til að ég þekki svolítið til þarna. Vann í utanríkisþjónustunni í 16 ár. Kristinn Óskarsson var harðduglegur og heiðarleg manneskja, hann lét skoðanir sínar í ljós og var sosiallisti sem þýðri félagshyggju og jafnaðarmaður. Hann vann í lögreglunni í 40 ár eða meira og samverkamenn hans hafa allir borið honum góða sögu. Friðarsinni, harðduglegur en hefði átt að þegja um skoðanir sínar, þá hefði hann náð lengra en að vera alltaf á götunni.

Hvort sem ykkur lesendum hér líkar betur eða verr, þá er það einelti og illgirni að snúa út úr þegar fólk er að segja frá ofbeldi. Því hvað er það annað en ofbeldi, þegar fólk fær ekki að tjá skoðanir sínar án þess að gjalda fyrir það á vinnumarkaði, úthlutun kvóta, lóða, sérleyfum og slíku.

Gerið það, reynið að kynna ykkur hlutina áður en þið ráðist á fólk sem engan veginn á það skilið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.9.2013 kl. 12:46

8 identicon

frábær pistill Palli!

Sandkassinn (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband