Laugardagur, 21. september 2013
Besti flokkurinn gegn Sjálfstæðisflokknum
Í borgarstjórnarkosningunum mun valið standa á milli Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Besti flokkurinn var kosinn út á grín og andóf gegn ríkjandi stjórnmálahefð.
Núna er flokkurinn orðinn hluti af samtryggingunni og Jón Gnarr vill þægilega innivinnu í fjögur ár í viðbót. Reykvíkingar munu eflaust sjá aumur á Jóni Gnarr þótt heldur sé farin að súrna fyndnin.
Stærstu tíðindin í þessari könnun eru að vinstriflokkarnir eru pólitískt jaðarsport.
Besti flokkur stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll, það er fokið í flest skjól ef stjórnmálaflokkarnir geta ekki boðið fram fólk sem kjósendur geta tekið fram fyrir dárann.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 22:46
Lénið „lending.is“ er skráð í eigu „Vefmiðlun ehf“ Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Land: IS. Netfang vefmidlun@vefmidlun.is. Skráð, 13. ágúst 2013.
Kristbjörn Árnason, 21.9.2013 kl. 23:20
Eina vonin fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að prófkjör skili nýju fólki inn í staðinn fyrir "draugana"sem nú eru í borgarstjórnarforustunn.Það vantar fólk með eitthvað hugmyndaflug og sem er laust við þennan atvinnupólititíkusar viðhorf.Varðandi athugasemd Kristbjörns hér að ofan:70000 manns skrifuðu sig á þennan undirskriftalista.Þetta er ekki pólitísk undirskriftasöfnun.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.9.2013 kl. 02:32
Það er besti flokkurinn eða gamla góða spillingin. Valið er auðvelt eins og skoðanakannanir sýna.
Óskar, 22.9.2013 kl. 06:11
stærsta fréttin er að fólk vill flugvöllinn í burtu
xb sem ætlar að spila uppá flugvöllinnn þarf að hugsa sinn gang
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2013 kl. 09:23
Ef að (B) hefur bara eitt mál á stefnuskrá sinni "flugvöllurin verður áfram á sama stað," þá koma þeir í það minsta einum eða tveimur í borgrarráð.
Hvað hefur (B) marga í borgaráði í dag?
Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.
Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.