Stéttafélög stofni sparisjóð

Íslensku bankarnir eru í eigu vogunarsjóða og ríkisins, sem ætlar brátt að selja sinn hlut. Viðskiptamódel bankanna er að vera jöfnum höndum fjárfestingasjóðir og viðskiptabankar. Það felur í sér kerfislæga áhættu fyrir sparifjáreigendur.

Stéttafélög eru í þágu launþega þessa lands. Það væri verðugt verkefni stéttafélaga að stofna sparisjóð sem eingöngu starfaði sem viðskiptabanki en tæki ekki þátt í fjárfestingum. Sparisjóðurinn myndi bjóða upp á alla almenna bankaþjónustu.

Sparisjóður stéttafélaganna væri góður kostur fyrir almenning og myndi veita bönkum aðhald.


mbl.is Sparisjóður flugmanna hefur sig ekki til flugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

þetað er hugmind sem ber að skloða

Kristinn Geir Briem, 21.9.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta hefur verið reynt áður.  Eru allir búnir að gleyma Sparisjóði Alþýðu? 

Hvað heitir hann í dag eftir öll eigendaskiptin?

Kolbrún Hilmars, 21.9.2013 kl. 17:56

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég man eftir Alþýðubankanum á síðustu öld og Sparisjóði vélstjóra, sem gekk inn í Byr-dæmið.

Páll Vilhjálmsson, 21.9.2013 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband