Föstudagur, 20. september 2013
Heimssýn áfram undir öflugri forystu
Ásmundur Einar Daðason þingmaður og fráfarandi formaður Heimssýnar skilar keflinu í hendur Vigdísar Hauksdóttur þingmanns. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður var varaformaður fráfarandi stjórnar; Jón Bjarnason fyrrum ráðherra tekur hennar stað.
Heimssýn var leiðandi afl við að sameina andstöðuna við ESB-umsókn Samfylkingar. Á vettvangi Heimssýnar urðu til stjórnmálaþræðir sem fléttuðust saman í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Vigdís og Jón eru margreynd í baráttunni fyrir fullveldinu og munu ekki láta deigan síga.
Vigdís formaður og Jón varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.