Fimmtudagur, 19. september 2013
RÚV eltir slúðrið um ónýta Ísland
Í hádegisfréttum RÚV var fyrsta frétt viðtal við Svönu Helenu Björnsdóttur formann Samtaka iðnaðarins og ESB-sinna þar sem hún sagði tækni og hugverkafyrirtæki flytja úr landi ,,í stórum stíl."
Svana sagði að nýsköpunarfyrirtækið Marorka væri flutt úr landi og Datamarket sömuleiðis. Þetta reyndist rangt. RúV varð að leiðrétta Svönu.
Þrátt fyrir að Svana hafi reynst ótrúverðug heimild ákvað RÚV að veita henni drottningarviðtal í Speglinum í kvöld (11:50). RÚV leggur sig fram um að útvarpa slúðrinu um ónýta Ísland. Og íslenskur almenningur er látinn fjármagna óhróðurinn.
Athugasemdir
Er þetta ekki kallað hræðsluáróður?
Davíð, 19.9.2013 kl. 21:32
Eru þá gjaldeyrishöftin ekki vandamál... Engin fyrirtæki farin úr landi og allir nokk sáttir við sinn hlut....
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/24/draumorar_um_riku_utlendingana/
Svo eru það hin fyrirtækin sem vilja ekki endilega tala Ísland niður...
Vilberg Helgason, 19.9.2013 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.