Lífeyrissjóðir búa til peninga handa auðmönnum

Lífeyrissjóðirnir stjórna stórum hluta efnahagslífsins. Eftir hrun hafa lífeyrissjóðirnir búið til peninga handa auðmönnum þegar þeir fara í fara í fjárfestingar með einstaklingum. 

Bandalag lífeyrissjóða og auðmanna er uppskrift að fjármálalegum sóðaskap þar sem auðmenn taka áhættu en lífeyrissjóðirnir eru ábyrgir. Íslenskir auðmenn eru, eins og alþjóð veit, fullkomlega ábyrgðarlausir og algerlega blindaðir af græðgi.

Vanheilagt bandalag auðmanna og lífeyrissjóða verður að leysa upp áður en komið er í ógöngur. Einfaldasta leiðin til þess er að leysa upp lífeyrissjóðakerfið og breyta því í lífeyrisreikningakerfi þar sem hver launþegi ber ábyrgð á sínum reikningi.


mbl.is Áfram hömlur á fjárfestingar lífeyrisjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þörf og réttmæt ábending, sem fáum virðist samt ljós.  A.m.k  eru ekki margir sem ræða þetta stóra mál.  Engum fráttaskýranda dettur til hugar að kafa ofan í ósómann og þegar maður ræðir þetta við þingmenn, er tómlætið og þekkingarleysið algert og málið afgreitt út af borðinu með því ,,að við séum með besta líeyriskerfi í heiminum"

Þórir Kjartansson, 18.9.2013 kl. 08:09

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tel það eitt af stærstu málunum að afnema lífeyrissjóðakerfið og fella það inn í almanntryggingakerfið.Einhver samtrygging virðist vera í gangi gegn þessu þar sem enginn hreyfir litlaputta til að hrófla við ósómanum.kannski væri rétt eins og oft tíðkast á þessum tímum að setja af stað undirskriftasöfnun til stuðnings því að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu samfara næstu borgar-og bæjarstjórnarkosningum um afnám  lífeyrissjóðskerfis.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 08:42

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Fékk þá "skyndihugdettu" að reyna að gera alvöru úr þessari undirskriftasöfnun,því það er jú betra að gera eitthvað en tala bara um hlutina.Bendi á bloggfærsluna"Óska eftir aðstoð" ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 10:09

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek undir hjá þér Jósef. Ég hef ekki skilið hvernig Lífeyrissjóðir okkar  geta leift sér að lána í áhættu fyrirtæki. ''venture capital'' Sem dæmi togara útgerðin í Afríku en það fóru milljarðar í vaskinn já af gjaldeyri. Áhættufjárfesting fær sína skilgreiningu af eðlilegum ástæðum. Það að kaupa gjaldeyri er líka áhætta. Ég hugsa að allir muni eftir láni sem einhver bændasjóður lét plata út úr sér fyrir austan en þá voru það 70 milljónir (langt síðan,) Það fór allt í flugfélag sem ekki var búið að stofna. Já við verðum að setja þetta inn í almannatryggingafélagið og þeir geta lánað út í s.s. landsvirkjun og önnur ríkisfélög sem við eigum sjálf með ábyrgð frá ríkinu. 

Valdimar Samúelsson, 18.9.2013 kl. 11:50

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þá ekki málið hjá þér Valdimar að fylgjast með og hjálpa til að þetta verði að raunveruleika.það er hægt með því að læka á facebook eða blogga og láta vini,kunningja og vandamenn vita.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 12:30

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fimm ár frá hruni og leiðin til aðkallandi breytinga á lífeyrisjóða sukkinu,orðin skipuleg krafa og er kominn tími til. Varla hefði þýtt að nefna það á valdatíma Jóhönnustjórnar,það hefði jaðrað við Brussel,last.

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2013 kl. 13:02

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir of stórir fyrir hagkerfið. 

Mér líst vel á tillögu Páls um að taka upp lífeyrisreikningakerfi þar sem hver og einn lífeyris"eigandi" stýrir sínum málum sjálfur.

En það yrði þá að gilda um alla, líka opinbera starfsmenn.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2013 kl. 14:34

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Lífeyrisreiknikerfi er eitthvað sem ég hef ekki heyrt um.Getið þið útskýrt nánar hvernig það virkar?

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 15:05

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reikningakerfi - ekki reiknikerfi, Jósef.

Það kerfi  myndi virka svipað og séreignarlífeyriskerfið, sem allir eru sammála um að hefur gefist vel. 

Kolbrún Hilmars, 18.9.2013 kl. 15:24

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Séreignarkerfið hefur nú ekki reynst allt of vel, Kolbrún.  Það hefur sama galla og almenna kerfið, þ.e. að þetta er sjóðasöfnunarkerfi. Þú lætur peningana þína í hendurnar á einhverjum sem ,,sér um þá" fyrir þig. Kannski nær sá aðili að ávaxta þá en kannski líka tapar hann þeim í einhverjum áhættufjárfestingum.  Svo ert þú ekki heldur frjáls að því að taka þetta þegar þér sýnist.

Þórir Kjartansson, 18.9.2013 kl. 17:42

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þórir, þetta er bæði rétt og rangt.  Þú getur tekið út alla upphæðina í einu lagi á sextugsafmælinu.  Sem er kostur því þótt greiða þurfi tekjuskatt (eftir sem áður) þá skerðir útborgunin ekki almannatrygginagreiðslur seinna.

Kosturinn er svo sá að þú ert ekki skuldbundinn til þess að leggja allt inn á einum stað - alltaf. 
Fólki er frjálst að semja við ýmsa aðila á ævinni.  Það er t.d. orðið sjaldgæft að launafólk greiði í aðra séreignarsjóði en þá erlendu.  Bayern, Allianz og/eða hvað þeir nú heita allir.

Kolbrún Hilmars, 18.9.2013 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband